Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eyrugla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en upp úr aldamótum finnast ungar og með því staðfest fyrsta varp eyruglu á Íslandi. Fyrst um sinn var ekki fylgst að neinu ráði með því hvernig landnámið þróaðist. En um og upp úr 2010 var gert átak í að fylgjast betur með hvernig landnáminu miðaði. Eyrugla er skógarfugl og í þeim löndum sem hún þekkist er hún þekkt fyrir að nýta sér hreiður annarra fugla sem gera sér hreiður í trjám. Hér á Íslandi eru mest lágreistir skógar og lítið um aðra stóra fugla sem gera sér hreiður sem eyruglan getur nýtt sér. Það er því líklegt að hérna verpi þær mest á jörðinni. Öfgar í veðráttu og lítill fjölbreytileiki í fæðuframboði gerir Ísland nokkuð krefjandi fyrir landnema eins og uglu sem verpir einungis einu sinni á ári. Ef varp misferst er líklegt að það verði ekki reynt aftur fyrr en að ári liðnu. Nú er áætlað að hér séu um 15-20 pör. Það virðist því vera að hægt og rólega fjölgi pörum þótt varpstofninn sé vissulega enn þá mjög lítill. Eyruglan á eina náskylda frænku sem er brandugla og vel þekktur varpfugl um allt land. Þær geta reynst nokkuð líkar og ekki óalgengt að þeim sé ruglað saman. Eyruglan hefur þessi stóru einkennandi fjaðureyru sem hún dregur nafnið sitt af en branduglan hefur líka fjaðureyru, bara mun minni. Það sem tekur af allan vafa eru síðan þessi stóru appelsínugulu augu eyruglunnar á meðan branduglan hefur gul augu.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...