Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 20. apríl 2022

Eyjafjarðarbraut vestari færð niður að árbakka við Hrafnagil

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr vegur, tæplega fjórir kílómetrar að lengd, verður lagður við Eyjafjarðarbraut vestri, meðfram bökkum Eyjafjarðarár neðan við Hrafnagilshverfið.

Vegagerðin bauð verkið út og bárust fjögur tilboð sem voru opnuð nýlega. Áætlaður verktakakostnaður er tæpar 500 milljónir króna.

Tilboðin sem bárust voru öll frá norðlenskum fyrirtækjum og öll undir kostnaðaráætlun. Tilboð frá G.V. Gröfum var lægst, upp á 375,5 milljónir króna, 75% af áætluðum kostnaði. Tilboð frá G. Hjálmarssyni var um 95% af kostnaðaráætlun og Nesbræður voru með tilboð nálægt 96% af áætluðum kostnaði. Árni Helgason ehf. í Ólafsfirði átti hæsta boð, um 490 milljónir króna.

Verkefnið snýst um að flytja Eyjafjarðarbraut vestari austur fyrir Hrafnagilshverfið þannig að vegurinn liggi meðfram árbakka Eyjafjarðar. Vegalengdin er um 3,6 kílómetrar.

Nýjar heimreiðar verða einnig lagðar samhliða, um 250 metrar langar. Tvær tengingar verða gerðar, önnur við Jólahúsið og hin syðst í hverfinu, norðan við Bakkatröð.

Verktími er áætlaður rúm tvö ár en verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024.

Um 300 íbúar eru í Hrafnagils- hverfi nú en samkvæmt nýju deiliskipulagi sem er í kynningu er gert ráð fyrir um það bil 100 nýjum íbúðum í hverfinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...