Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2018

Eygló nýr formaður lífrænna bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR, félags fram­leiðenda í lífrænum búskap, í byrjun apríl síðastliðins var Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, kjörin nýr formaður. Hún tekur við formennsku af Gunnþóri Guðfinnssyni. Með Eygló í stjórn eru Guðfinnur Jakobsson, Guðmundur Ólafsson ritari, Kristján Oddsson gjaldkeri og Þórður G. Halldórsson.

Inngangan í Bændasamtök Íslands mun hjálpa félaginu

Á Búnaðarþingi 2018 var samþykkt aðildarumsókn frá félaginu og segir  Eygló að það muni án efa hjálpa til við að móta félagið betur. „Félagið er opið að því leyti að það eru aðalfélagar sem eru með vottun, en aukafélagar geta þeir orðið sem vilja tilheyra lífrænu hreyfingunni og leggja málefnum hennar lið. 

Ég myndi vilja sjá VOR þróast á þá leið að það yrði vettvangur ekki síður fyrir þá sem stunda fullvinnslu með lífrænt vottað hráefni.

Þá er endurreisn fagráðs í burðarliðnum sem vonandi eykur möguleika á rannsóknum og fræðslustarfi. Það þarf til að mynda að leysa áburðarmál á stórum skala fyrir lífræna framleiðendur,“ segir Eygló.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...