Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Mynd / Patrick Hendry - Unsplash
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leikhúsorðatiltækið lítur aðeins öðruvísi á hlutina en þar segir: „Það verður allt í lagi á kvöldin.“ Þetta síðara er reyndar ekki ólíkt hinum þekkta íslenska hugsunarhætti, „þetta reddast“.

Llewellyn King.

Llewellyn King er stofnandi, framkvæmdastjóri og stjórnandi „White House Chronicle“, sem er vikulegur frétta- og málefnaþáttur og er sýndur um öll Bandaríkin, vitnaði einmitt í fyrrnefnd lögmál í grein í Forbes á dögunum. Hann vísar reyndar ekki í íslenska hugsunarháttinn en segir að Evrópa hafi ákveðið að taka upp leikhúsorðatiltækið í orkumálum, nefnilega „Það verður allt í lagi á kvöldin“. Þar hafi Evrópa horft til stöðunnar í framboði á jarðgasi og niðurstaðan hafi ekki verið góð.

Lögmál Murphys sigraði

„Evrópsk lönd veðjuðu á að bráðabirgðaverð á jarðgasi yrði lágt og að þau gætu valið og haldið í skefjum hvers kyns slæmum viðskiptasiðum frá birgjum í Rússlandi í skjóli samanlagðs markaðsstyrks Evrópu. Í stuttu máli sögðu þau, „það verður allt í lagi á kvöldin“, en lögmál Murphys hafa sigrað.

Nú er Evrópa, frá Miðjarðarhafi upp að heimskautsbaug, að velta því fyrir sér hvernig allt hafi getað farið svona hratt úrskeiðis og hvers vegna Evrópulönd standa frammi fyrir hæsta verði á gasi og raforku í sögunni. Verði sem leiðir til efnahagslegs tjóns, og mögulegs rafmagnsleysis og frystingar á starfsemi fyrirtækja og heimila í vetur.

Rússum kennt um stöðuna

Freistingin felst í því að kenna Rússum um að nota framboð á gasi sem vopn í samskiptum við ESB. Því spyr Llewellyn King: „En vissi Evrópa ekki hvað myndi gerast? Rússar eru ekki þekktir fyrir að vera velviljuð þjóð.“ King heldur svo áfram og segir:

„Gaskaupendur Evrópu og pólitískir herrar þeirra veðjuðu á að Rússland þyrfti meira á markaðnum í Evrópu að halda en Evrópa þyrfti á gasi að halda frá Rússlandi.“

Áhættuspil sem Evrópa tapaði

„Þetta var fjárhættuspil og Evrópa tapaði. Rússland vann og hefur dregið úr gasflæði til Evrópu, stundum um tvo þriðju; síðan, á duttlungafullan hátt, að auka framboðið eftir að skaðinn var skeður. Auka þá aðeins nægilega til að halda markaðinum óstöðugum og verðinu og framtíðinni óstöðugri.

Kjarninn í þessu slæma veðmáli var trú margra gaskaupenda á því að þeir gætu gert betur á skyndimarkaði en ef þeir væru bundnir við fasta langtímasamninga. Nú eru kaupendurnir sem eru með fasta langtímasamninga öruggir, en hafa um leið áhyggjur af því hvort birgjar þeirra muni telja aðstæðurnar óviðráðanlegar og skerða birgðir.“
King segir að allt hafi lagst á neikvæðu hliðina í orkumálum Evrópu, vandræði vegna Covid-19 og síðan hafi vindur til að snúa vindorkuverunum verið með minnsta móti og hafi ekki verið minni í 60 ár.

Evrópa hefur veðjað rangt á uppboðsmarkaðinn, Rússland og vindinn. Nánast allt sem gat farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis.“ segir Llewellyn King. 

Skylt efni: orkukreppa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...