Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Espiflöt
Bóndinn 27. maí 2021

Espiflöt

Grunnur að garðyrkjustöðinni Espiflöt var lagður þann 1. maí 1948, þegar hjónin Eiríkur og Hulda Sæland fluttust búferlum úr Hafnarfirði og settust að í Reykholti með það fyrir augum að stofna þar garðyrkjubýli.

Fram undir 1965 var eingöngu ræktað grænmeti á Espiflöt en á árunum 1965–1977 var blönduð ræktun blóma og grænmetis. Ákveðið var að sérhæfa sig í ræktun afskorinna blóma. Árið 1977 komu sonur þeirra, Sveinn Sæland, og kona hans, Áslaug Sveinbjarnardóttir, inn í reksturinn. Þann 1. maí 1998, eða nákvæmlega eftir 50 ára búsetu, hættu Eiríkur og Hulda þátttöku í rekstrinum og fluttu á Selfoss eftir langt og farsælt starf.

Árið 2013 urðu þau kynslóðaskipti á Espiflöt að sonur hjónanna, Axel Sæland og eiginkona hans, Heiða Pálrún Leifsdóttir, komu inn í reksturinn, eftir að hafa verið viðloðandi hann um nokkurra ára skeið.

Býli:  Espiflöt.

Staðsett í sveit: Við erum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Jörðin okkar er svo til inni í miðju Reykholtsþorpinu.

Ábúendur: Fjölskyldubú og hér búa þrír ættliðir í tveimur húsum, hér eftir munum við segja frá heimilislífinu á Espiflöt 1.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Axel og Heiða ásamt börnum sínum fjórum, Auðunni Torfa, Lilju Björk, Öddu Sóley og Áka Hlyn.

Stærð jarðar?  Tveir hektarar, ræktum í gróðurhúsum, 7.200 fermetrum undir ljósi allan ársins hring.

Gerð bús? Garðyrkjustöð sem sérhæfir sig í ræktun á blómum til afskurðar.

Fjöldi búfjár og tegundir? Við ræktum fjölmargar tegundir og hundruð litaafbrigða. Rósir, krusi, liljur, sólliljur, gerberur, Limonium, solidago og áfram mætti telja.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér hringir klukkan venjulega kl. 06.00 og hjónin á bænum byrja að hafa sig til fyrir daginn. Axel er venjulega farinn niður í gróðurhús um 06.30, Heiða kemur aðeins seinna eftir að hafa komið börnum af stað í skóla og leikskóla. Við, ásamt því flotta starfsfólki sem við höfum hér, vinnum að því að uppskera stilka og gera þá klára til að senda á markað. Blómabíllinn sækir vörur til okkar alla virka daga. Hefðbundnum vinnudegi er lokið kl. 15. Við þurfum þó alltaf að fara og breiða yfir hluta blómanna kl 17.30, Krusi þarf að fá 13 tíma almyrkur til að mynda blóm, það er okkar fyrsta verk kl. 07.00 á morgnana að taka plastið af þeim. Blóm eru skorin 7 daga vikunnar. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er ansi góð spurning, Heiðu finnst klárlega allt sem viðkemur krusaræktun vera skemmtilegast, sem og að setja saman skemmtilegar litablöndur í blómvendi. Axel lifir fyrir rósirnar sínar og að grúska í lífrænum vörnum fyrir alla ræktunina. Ætla að bókhald og skrifstofuvinna sé ekki það leiðinlegasta, hún vill alltaf verða eftir og þarf að gerast „eftir“ vinnutíma.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hér allt í blóma og við enn þá að gera okkar besta til að koma til móts við neytandann, að Íslendingar haldi áfram að taka okkar ræktun vel og velja íslensk blóm. Vonandi verðum við búin að ná að auka ræktunargetu okkar og vera farin að framleiða t.d. meiri krusa. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við eigum alveg helling inni í ýmiss konar vöruþróun og að kynna okkar vöru á markaði. Við eigum að nýta okkur þá auðlind sem heita vatnið okkar er og vera stolt af því að geta framleitt íslenska hágæða vöru allt árið um kring. Vöru sem framleidd er í góðu sambandi við bæði náttúru og mannfólk, þú veist hvaðan varan okkar kemur. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Sýrður rjómi, smjörvi, hvítlaukur og salsasósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimabökuð pitsa og kjúklingur í ofni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki alltaf eftirminnilegast þegar við erum að standa í byggingarframkvæmdum og byrjum að uppskera úr nýju gróðurhúsi. Einnig eru oft sagðar sögur af því þegar Sveinn var að laga kælinn og stiginn rann undan honum, þar hékk hann svo hjálparlaus því aðrir komu því ekki við að aðstoða hann sökum hláturskrampa. Það skal fylgja sögunni að hann slapp óslasaður frá atvikinu.

Skylt efni: Espiflöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f