Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samningurinn undirritaður á aðalskrifstofu Skógræktarinnar í liðinni viku. Frá vinstri eru Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Skógræktarinnar, Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Erna Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Eskju, og Sigrún Ísaksdóttir, skrifstofustjóri hjá Eskju.
Samningurinn undirritaður á aðalskrifstofu Skógræktarinnar í liðinni viku. Frá vinstri eru Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Skógræktarinnar, Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Erna Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Eskju, og Sigrún Ísaksdóttir, skrifstofustjóri hjá Eskju.
Fréttir 1. nóvember 2021

Eskja bindur kolefni á ábyrgan hátt með skógarkolefni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur samið við Skógræktina um að þróa kolefnisverkefni í landi jarðarinnar Freyshóla á Fljótsdalshéraði. Þar hyggst fyrirtækið binda kolefni með nýskógrækt á um 30 hektara svæði. Gróðursetningu á að ljúka vorið 2023 og með verkefninu verða til vottaðar kolefniseiningar sem tryggja ábyrga kolefnisbindingu á móti samsvarandi losun vegna starfsemi Eskju.

Með þessu verður Eskja fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið sem ræðst í ábyrga kolefnisjöfnun samkvæmt kröfum Loftslagsráðs að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktinni.
Hlutverk Skógræktarinnar er að gera ræktunaráætlun fyrir svæðið, verkefnalýsingu fyrir kolefnisverk­efnið ásamt kolefnisspá og kostnaðaráætlun til 50 ára. Verkefnið skal fullnægja kröfum Skógarkolefnis þannig að það sé tækt til vottunar óháðs vottunaraðila til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. Loks veitir Skógræktin aðra ráðgjöf sem Eskja kann að óska eftir við þróun verkefnisins.

Framkvæmdir hefjast næsta vor

Gert er ráð fyrir að undirbúningi ljúki fyrir árslok og framkvæmdir hefjist næsta vor með undirbúningi lands. Gróðursett verður í byrjun og lok næsta sumars og gróðursetningu lýkur vorið 2023. Þá verður fullgróðursett í svæðið og við tekur vaxtartími skógarins með reglulegum úttektum. Gangi allt að óskum verða fyrstu vottuðu einingarnar til að fimm árum liðnum frá því að gróðursetningu lýkur.

Aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar

Eskja sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski sem ýmist eru frystar eða framleitt úr hágæða fiskimjöli og lýsi. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum ráðist í ýmsar aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar en nú er landvinnsla félagsins knúin rafmagni. Sem dæmi má nefna að félagið byggði uppsjávarfrystihús 2016 og flutti þar með frystingu sjávarfangs af sjó og í land þar sem notað er rafmagn í stað olíu. Árið 2012 var mjöl- og lýsisvinnsla Eskju rafvædd að fullu. Við endurnýjun skipaflota hefur Eskja lagt og mun leggja áherslu á sparneytnari skip og draga markvisst úr olíunotkun fyrirtækisins.

Eskja hefur nú hafið útgáfu á árlegri samfélagsskýrslu þar sem notuð eru viðmið Global Reporting Initiative um samfélagslega ábyrgð. Kolefnisspor er mælt samkvæmt forskrift SFS/Nasdaq. Með þessu eykur fyrirtækið gagnsæi í starfseminni, m.a. með því að gefa upplýsingar um umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir og gera grein fyrir árangri í umhverfismálum.

Dregið úr losun eins og mögulegt er

Ábyrg kolefnisjöfnun er í góðu samræmi við þessi markmið Eskju. Í henni felst að dregið sé úr losun eins og mögulegt er á hverjum tíma. Með bindingarverkefnum er einungis unnið á þeirri losun sem ekki er hægt að stöðva að svo stöddu. Til að ferlið standist álit Loftslagsráðs um ábyrga kolefnisjöfnun er mikilvægt að farið sé eftir vönduðu regluverki eða gæðakerfi, árangur verkefnisins sé metinn af sérfræðingum og allt ferlið að lokum vottað af óháðu vottunarfyrirtæki. Skógarkolefni er þess háttar regluverk eða gæðakerfi. Verkefni sem unnin eru samkvæmt því eru skráð í Loftslagsskrá Íslands og eftir tiltekinn tíma verða til vottaðar kolefniseiningar sem telja má fram á móti losun eða versla með líkt og verðbréf þar til ákveðið er að nota þær á móti losun.

Skylt efni: Eskja | skógarkolefni | Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f