Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti
Fréttir 13. febrúar 2019

ESA: Ísland þarf að breyta reglum um innflutning á fersku kjöti

Höfundur: smh

Niðurstaða rökstudds álits frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að íslensk stjórnvöld þurfi að virða niðurstöðu niðurstöðu EFTA dómstólsins varðandi innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. 

ESA tilkynnti um þetta á vef sínum í dag. Þar kemur fram að samkvæmt íslenskum lögum þurfa innflutningsaðilar að sækja um sérstaka heimild ef þeir hyggjast flytja inn ferskt kjöt og aðrar kjötvörur, hrá egg, ógerilsneidda mjólk og mjólkurvörur unnar úr ógerilsneiddri mjólk. „Þann 14. nóvember 2017 komst EFTA dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að slíkar innflutningstakmarkanir væru brot á EES samningnum. 

Þessar auknu kröfur eru brot á tilskipun um eftirlit með dýraafurðum og viðskiptum með þær á EES svæðinu. Helsti tilgangur tilskipunarinnar er að styrkja heilbrigðiseftirlit á framleiðslustað matvæla og á sama tíma að takmarka hömlur í formi aukins eftirlits á áfangastað matvæla,“ segir í tilkynningunni.

ESA gæti vísað málinu til EFTA-dómstólsins

„Þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki brugðist við niðurstöðu EFTA dómstólsins hefur ESA tekið ákvörðun um að senda íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins,“ segir ennfremur í tilkynningu ESA.

Hér má nálgast bréf ESA til íslenskra stjórnvalda í fullri lengd.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f