Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eru bleikir gráðostar á næsta leiti?
Utan úr heimi 10. júlí 2024

Eru bleikir gráðostar á næsta leiti?

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppurinn Penicillium roqueforti er notaður við framleiðslu á gráðosti.

Lengi var ekki vitað fyrir víst hvernig nákvæmlega hinn einstaki blágræni litur ostsins myndaðist.

Vísindamenn við enska Nottingham-háskólann telja sig nú, í kjölfar undangenginna rannsókna, þekkja til hlítar hvernig hin klassíska blágræna æð gráðostsins myndast og segjast geta stjórnað litum mygluæðanna. Scientific Eruopean greinir frá. Sveppurinn Penicillium roqueforti er notaður um allan heim við framleiðslu á bláæðaostum eins og Stilton, Roquefort og Gorgonzola. Sveppurinn gegnir mikilvægu hlutverki í þróun bragðs og áferðar með ensímvirkni sinni. Einkennandi bláæðaútlit ostsins er vegna litarefnis gróa sem myndast í holrýmum ostsins. Hinn einstaki blágræni litur ostsins er sagður skipta miklu máli í viðskiptum með hann.

Hins vegar var erfðafræðilegur/ sameindagrundvöllur grólitarefnis P. roqueforti ekki að fullu þekktur fyrr en teymi Nottingham-háskólans tókst, með hjálp lífupplýsingafræði og sameindalíffræðitækni, að bera kennsl á kanóníska DHN-melanín-lífmyndunarferilinn. Var það á grunni þess að tilvist og hlutverk DHN- melaníns-lífmyndunarferilsins í Aspergillus fumigatus (Súlufrugga, myglusveppur með blágrænum gróhausum) eru þegar þekkt.

Með því að girða fyrir umrætt lífmyndunarferli á mismunandi tímaskeiði myndunar þess bjó rannsóknarteymið til fjölbreytt úrval sveppastofna með nýjum litum.

Segja vísindamennirnir að nota megi nýju sveppastofnana til að búa til gráðost með mismunandi litum, svo sem hvítan, gulgrænan, rauðbrúnan, bleikan, ljósbláan og dökkbláan.

Enn fremur könnuðu þeir nýju stofnana með tilliti til bragðs og komust að því að bragðið af nýju stofnunum var mjög svipað upprunalegu bláu stofnunum sem þeir voru fengnir úr. Hins vegar leiddu bragðprófanirnar í ljós að hver litur hafði mismunandi áhrif á bragðskynið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...