Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Mynd / Helga Dögg
Fréttir 4. apríl 2023

Erpsstaðabændur hljóta landbúnaðarverðlaunin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra afhenti Helgu Elínborg Guðmundsdóttur og Þorgrími Einari Guðbjartssyni landbúnaðarverðlaunin í ár. Þetta er í 25. skipti sem ráðherra landbúnaðarmála veitir verðlaunin frá 1997.

Í ár var í fyrsta skiptið óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og bárust sex talsins. Óskað var eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári. Við valið var litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem gæti verið öðrum til fyrirmyndar í landbúnaði, svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs og annarra þátta í starfseminni. Helga Elínborg og Þorgrímur Einar hafa búið á Erpsstöðum í Dalabyggð í 25 ár. Í ræðu sinni sagði Svandís Svavarsdóttir þau hafa alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölbreytta starfsemi á bænum. Má þar nefna að þau voru meðal fyrstu bænda sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Árið 2008 var byggt nýtt fjós og hófst þá heimavinnsla afurða árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti þúsundum ferðamanna á ári hverju sem geta kynnt sér íslenskan landbúnað og bragðað á vörum sem framleiddar eru á bænum undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Hjónin hafa einnig um árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu.“

Verðlaunagripinn í ár hannaði Unndór Egill Jónsson. Verkið er gert úr íslensku kræklóttu birki og evrópskri hnotu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...