Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís.
Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Erlendir markaðir greinilega mikilvægari en innlendir

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Mér finnst búið að vera ótrúlegt að fylgjast með umræðunni,“ segir Jón Örn Stefánsson, fram­kvæmda­stjóri Kjötkompanís. „Eins og staðan hefur verið þá var greinilegur skortur á hryggjum og við fengum ekki það magn af íslenskum hryggjum sem við þurft­um til að anna okkar við­skiptavinum.“

Jón Örn segir að hjá Kjöt­kompaníi hafi þeir orðið varir við skort fljótlega upp úr síðustu áramótum og vissu þá hvert stefndi en ástandið versnaði bara þegar á leið. „Okkar viðbrögð voru að taka inn alla þá íslensku hryggi sem við gátum og brúuðum bilið með hryggjum frá Nýja-Sjálandi. Við tókum nýsjálensku hryggina inn í gegnum milligöngufyrirtæki og fengum úrvalshryggi úr slátrun í janúar og febrúar á þessu ári sem voru stærðarflokkaðir eftir okkar óskum.“

Að sögn Jóns Arnar var ekki um mikið magn að ræða til að brúa bilið fram að slátrun, hann vill þó ekki gefa upp magnið.

„Ástandið eins og það var síðustu mánuðina hvað varðar framboð á íslenskum hryggjum er algerlega óásættanlegt fyrir söluaðila eins og okkur. Kjötkompaní hefur í tíu ár unnið sleitulaust í vöruþróun og framsetningu á íslensku hráefni og náð töluverðum árangri að okkar mati. Svo kemur upp staða þar sem við fáum ekki það hráefni sem við þurfum á að halda vegna þess að erlendir markaðir eru orðnir mikilvægari en sá íslenski. Finnst okkur að okkur vegið og eitthvað rangt í gangi.“

Jón segist hafa farið fram á að fá upplýsingar um hvað og hversu mikið hafi verið flutt út af lambakjöti, í hvaða stærðarflokkum og á hvaða verði frá síðustu sláturvertíð. „Mig langar að vita hvernig útflutningnum er háttað og hvort afurðastöðvarnar hafi farið fullgeyst í útflutningi á hryggjum en hef ekki fengi nægar upplýsingar þar um.“ 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...