Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri.
Fréttir 27. september 2018

Erlendir ferðamenn fræddir um íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færst hefur í aukana að hópar erlendra ferðamanna heimsæki Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri og hljóti þar fræðslu um íslenskan landbúnað, leiðsögn um safnið og Hvanneyrartorfuna.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, sér um móttöku hópanna og fræðslu henni tengdri með ítarlegum fyrirlestri.

Krefjandi hópar

Ragnhildur segir að þetta séu aðallega hópar sem koma frá Bandaríkjunum í gegnum Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland. Um tuttugu ár eru síðan fyrstu hóparnir komu og fá þeir fyrirlestur á vegum Landbúnaðarsafnsins. „Í byrjun voru þetta fáir og frekar litlir hópar en undanfarin ár hefur þeim fjölgað mikið og hóparnir stækkað. Að öllu jöfnu eru þetta liðlega tuttugu manns af báðum kynjum, flestir um og yfir sextugt, vel menntað fólk með háskólabakgrunn á ýmsum sviðum og því með víðtæka þekkingu.
Flestir eru búnir að lesa sér vel til um landið fyrirfram en markmiðið með þessari heimsókn að Hvanneyri er að fræða það um íslenskan landbúnað með ítarlegum fyrirlestri.

Að fyrirlestrinum loknum spyr fólkið mann í þaula um alls konar mál sem snerta íslenskan landbúnað og stundum geta spurningarnar verið ansi sérhæfðar, enda gerir fólkið kröfur um að fræðslan sé í lagi.
Einn gesta sem kom nýlega spurði ítarlega um búfjársjúkdóma og af hverju við værum að flytja inn fósturvísa af nýju nautgripakyni til kjötframleiðslu en ekki sæði og hvaða sjúkdómar það væru sem gætu borist til landsins með sæði. Í svona tilfellum verður maður einfaldlega að viðurkenna að maður veit ekki allt.“

Hreinleikinn vekur athygli

„Fyrirlesturinn er um klukkustundar langur og þar fjalla ég um sögu íslensks landbúnaðar, uppruna búfjárkynjanna og segi frá sérkennum þeirra og svo hvernig landbúnaður er í dag. Eitt af því sem hóparnir horfa til er hvað er lítið notað af eiturefnum hér á landi og að bannað sé að gefa búfé vaxtarhormóna og að sýklalyfjagjöf með fóðri sé bönnuð.

Hóparnir ræða oft um reynslu sína af landbúnaði í Bandaríkjunum og bera saman við það sem hér er að loknum fyrirlestrinum og dást að því sem við erum að gera. Oft og tíðum lýsir fólk aðdáun sinni á þessu að fyrra bragði og varar okkur við að fara inn á þá braut sem bandarískur landbúnaður er á hvað þetta varðar,“ segir Ragnhildur.

Leiðsögn um safnið og torfuna

Auk fyrirlestursins fá hóparnir leiðsögn um Landbúnaðarsafnið, Ullarselið, kirkjuna og Hvann­eyrartorfuna. „Yfirleitt eru þetta rólegir hópar sem gefa sér góðan tíma til að spá, spekulera og njóta í þá tvo tíma sem heimsóknin tekur.“

Ragnhildur segir að vörurnar í Ullarselinu veki alltaf mikla hrifningu fyrir gæði og hreinleika og eins uppbygging Landbúnaðarsafnsins. „Og ófáir sem segja að safnið sé það flottasta sem þeir hafa heimsótt.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f