Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Höfundur: smh

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftinni „Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt.“ Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi.

Markmið vefstofunnar er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar.  

Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla, verður haldinn milli klukkan 14:00 og 16:00 og er öllum opinn. Honum verður streymt á Facebook-síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Vefstofan gefur tóninn fyrir lausnamótið Hacking Norðurland sem hefst í kjölfarið.

Eimur er samstarfsverkefni á Norðausturlandi og vinnur meðal annars að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukningu í nýsköpun í orkumálum.

Í tilkynningu frá Eimi kemur fram að þema fundarins sé „orka-matur-vatn“, sem sé heilög þrenning í sjálfbærni. „Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Hacking Norðurland | Eimur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...