Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Höfundur: Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður Norðausturkjördæmis og situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerða stjórnvöld mega grípa til að vernda minjar og landsvæði áður en framkvæmdir hefjast á viðkomandi svæði. Í þeim efnum verður ekki annað séð en að stjórnvöld gangi heldur freklega um eignarrétt fólks.

Jens Garðar Helgason.

Þegar ákveðið er að setja landsvæði á framkvæmda- áætlun – hefja þar einhverjar framkvæmdir – er það gert með tillögu frá fagráði hjá Náttúruminjastofnun, sem síðan er send til ráðherra. Því næst fer tillagan til Umhverfisstofnunar og þá er metið til hvaða nauðsynlegu verndarráðstafana þarf að grípa og kostnaður við þær. Að því loknu eru tillögurnar sendar til kynningar í tvo mánuði. Þá fyrst gefst landeigendum og sveitarfélögum kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Viðkomandi landsvæði eru í einkaeign og því vekur það furðu að áður en ráðist er í þessa umfangsmiklu vinnu sé ekki fyrst talað við landeigendur og leitað eftir sjónarmiðum þeirra og afstöðu. Sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir stjórnvalda kunna að verða íþyngjandi fyrir eigendur.

Ef jörð lendir til dæmis á svokölluðum B-hluta framkvæmdaáætlunar þá hefur það í för með sér kvaðir fyrir eigendur jarðanna. Þær eru m.a.:

1. Aðgæsluskylda.

2. Forðast rask.

3. Leyfisskylda vegna framkvæmda sem fela í sér rask.

4.Umsagnarskylda sveitarfélags vegna umsókna um framkvæmdaleyfi.

5. Bann við framkvæmdum. Ráðherra er heimilt að setja á tímabundið þriggja mánaða bann við framkvæmdum eða nýtingu sem geta skaðað verndargildi. Heimilt að lengja bannið með sérstakri ákvörðun, en ekki lengur en í 1 ár.

6.Samræming við skipulagsáætlanir. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, B-hluti, er bindandi við gerð skipulagsáætlana.

7. Forkaupsréttur ríkisins.

Það er augljóst að ofangreindar kvaðir eru í mörgu verulega íþyngjandi fyrir landeigendur. Hugsanlega sjá sumir landeigendur tækifæri í því að þeirra jarðir fari í slíkt ferli. Ætti það þá að vera þeirra val, kjósi þeir svo.

Hins vegar hlýtur það að vera skýr krafa að kjósi landeigandi að vera ekki á framkvæmdaáætlun, þá eigi að taka jörð hans af viðkomandi áætlun. Eignarrétturinn er friðhelgur eins og segir í stjórnarskrá og rask á honum takmarkast við ríka almanna- og öryggishagsmuni. Ekki verður séð að þau skilyrði séu fyrir hendi í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Íslenskir bændur hafa yrkt sitt land á sjálfbæran hátt í aldaraðir, löngu áður en hugtakið sjálfbærni varð til. Engum er betur til þess treystandi til að fara með, viðhalda og byggja upp sitt land en einmitt þeim sem fara með eignarhald og hafa hag af því að viðhalda því fyrir komandi kynslóðir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...