Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er skógrækt bænda ætlað að styðja við aukna kolefnisbindingu og hvetja til aukinnar verðmætasköpunar á efni úr íslenskum viði.

Með skógi má einnig skapa góð skilyrði fyrir beit húsdýra og auka gæði útivistar fólks allan ársins hring. Þá gegnir skógrækt og skjólbeltaræktun ekki síður því hlutverki að skapa betri ræktunarskilyrði svo sem fyrir kornog grænmetisræktun sem aftur styður við aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu landsins.

Skógarbændur sjá um tæplega helming þess sem gróðursett er af trjáplöntum árlega. Fróðlegt er að rýna í þróun gróðursetningar í heild á landinu undanfarin ár.

Eftir talsverða lægð í gróðursetningu trjáplantna 2010 til 2018, hófst viðsnúningur aftur árið 2019 með fjölgun gróðursettra trjáplantna. Þannig var plantað hátt í sjö milljónum trjáplantna árið 2023 en tölur um gróðursetningu trjáplantna liggja ekki enn þá fyrir árið 2024 í heild sinni en vísbendingar eru um að einhver samdráttur hafi verið í gróðursetningu trjáplantna miðað við árið á undan.

Með fjölgun gróðursettra plantna frá árinu 2019 mátti sérstaklega greina fjölgun í gróðursetningu á íslenskum tegundum.

Þegar horft er til tegunda gróðursettra trjáplantna er hlutfallsleg skipting á gróðursettum plöntum hjá skógarbændum talsvert frábrugðin hlutfallslegri skiptingu hjá Skógræktinni, Landgræðslunni, skógræktarfélögum og öðrum þeim sem stunda skógrækt. Þannig hafa skógarbændur lagt áherslu á að velja plöntutegundir sem eru frekar fallnar til viðarnytja og kolefnisbindingar og fellur birkið síður þar undir. Þetta er einna helst lerki, fura og greni. Skógarbændur hafa skuldbundið sig gagnvart stjórnvöldum til að sinna nýræktun skóga í víðum skilningi. Er þá einkum átt við timburnytjar og loftslagsaðgerðir sem áfram styðja við betri ræktunarskilyrði í landbúnaði. Það er því brýnt að viðeigandi stuðningur og fjármagn fylgi frá stjórnvöldum til að tryggja vöxt og viðhald skóga á lögbýlum til að sinna þessu mikilvæga hlutverki.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...