Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Viðarleifar hafa hingað til ekki verið taldar nýtanlegar í fjósum til annars en sem undirburður en það gæti breyst á komandi tímum.
Viðarleifar hafa hingað til ekki verið taldar nýtanlegar í fjósum til annars en sem undirburður en það gæti breyst á komandi tímum.
Á faglegum nótum 30. maí 2022

Er hægt að fóðra kýr á sagi?

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snorri.sigurdsson@outlook.com

Jórturdýr eru með einstakt meltingar­kerfi sem hefur þróast sérstaklega til þess að melta og nýta mjög tormelt fóður. Þessi einstaki eiginleiki gerir það að verkum að dýrin virka sérstaklega vel sem „milliliður“ á milli mannfólks og trénisríkrar næringar eins og á t.d. við um gras, sem nýtist mannfólki ekki með beinum hætti.

Þessi magnaði meltingarvegur getur gert mun meira en að melta gras, þannig ræður meltingarkerfið t.d. einnig við aðrar og síður vinsælar plöntur til áts, svo sem tré!

Tilraunir með notkun viðarleifa í fóðri jórturdýra hófst í síðari heimsstyrjöldinni, þegar mikill skortur var á fóðri. Niðurstöðurnar á þeim tíma lofuðu hins vegar ekki góðu, þar sem skepnurnar fúlsuðu við fóðrinu auk þess sem meltanleiki fóðursins var lágur. Auk þess var næringargildi fóðursins slakt. Síðar hafa komið fram með­höndl­unaraðferðir sem bæta bæði meltanleika og næringargildi viðarleifanna sem breytir miklu um mögulega nýtingu í fóðri jórturdýra.

Viðarleifar, hverjar sem þær nú eru, samanstanda af flóknum kolvetnum en hlutfall kolvetnanna er mismunandi eftir tegund trjáa sem notuð eru og vaxtarstigi þeirra. Almennt séð þá eru viðarleifar að stærstum hluta sellulósi (oft um 50 %), hemisellulósi (oft um 30%) og óleysanlega trefjaefnið lignín (hleypur oftast á bilinu 15-35%). Auk þess innihalda viðarleifar lítið magn af leysanlegum sykri, fitusýrum, alkóhóli og próteinum, sérstaklega viðarleifar sumra trjáa eins og furu og ungra lauftrjáa.

Þegar heilfóður er blandað fyrir nautgripi, er öllum fóðurtegundunum hrært saman í eina fóðurblöndu. Tilraunir sýna að viðarleifar geti mögulega hentað til íblöndunar í svona fóður.

Vinnsluaðferðir

Til þess að gera viðarleifar áhuga­verðar sem fóður fyrir jórturdýr hafa komið fram margs konar aðferðir, bæði efna- og lífefnafræðilegar, en einnig vélrænar vinnsluaðferðir. Allar þessar aðferðir miða að því að auka meltanleika sellulósans í viðarleifunum með því að rjúfa tengingu hans og ligníns, en það er grundvöllur þess að hægt sé að nýta fóðurleifarnar sem fóður fyrir jórturdýr.

Dæmi um þessar aðferðir eru:

  • Vatnsrof (hydrolysis) með ýmsum sýrum til að leysa upp sellulósann.
  • Alkalí- og ammoníakmeðferð til að gera viðarleifarnar að­gengi­legar fyrir örverur í vömb jórturdýra, svo þær geti komist í gegnum frumuveggi viðarleifanna.
  • Rof á efnatengingum lignín og sellulósa með mismunandi efnum til þess að framleiða meltanlegan sellulósa.
  • Mölun viðarleifanna niður í mjög litla kornastærð, til að umbreyta sellulósanum.
  • Nota háorku rafeindageislun til að rjúfa efnatengi ligníns og sellulósa í viðarleifunum.
Fóðurtilraunir

Í einni tilraun var sag af furu, eik, ösp og öðrum trjátegundum blandað í heilfóður hjá uxum og nam íblöndunin 10% af heildarfóðrinu. Þessi íblöndun skilaði jafn miklum vexti og samaburðarfóðrið sem innihélt svokallað bermúdagras í stað sagsins.

Þegar hlutfallið af sagi var aukið í 15% komu aftur á móti fram neikvæð áhrif viðarleifanna en þeir uxar sem fengu það heilfóður drógu úr áti, lystugleiki heilfóðursins var ekki nægur.

Í annarri tilraun fengu nautgripir í þauleldi eikarsag blandað út í heilfóðrið í stað mulinna ostruskelja og vallarfoxgrass. Hlutfallið í tilrauninni var 5% og 15% eikarsag. Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og sýndu að hægt var að nota eikarsagið með góðum árangri og það allt að 15% af heildarmagni fóðursins án þess að það kæmi niður á vexti gripanna. Þá kom í ljós að grófmalað sag skilaði betri árangri en fínmalað.

Asparsag gefið mjólkurkúm

Sé vikið að rannsóknum á sagfóðrun hjá mjólkurkúm, þá hafa rannsóknir m.a. sýnt að asparsag getur komið í stað allt að 30% af hefðbundnu fóðri hjá kúm!

Skógrækt á Íslandi hefur aukist gríðarlega á undanförnum áratugum og auknum umsvifum skógræktar fylgir vinnsla á trjám sem gefur af sér viðarleifar.

Þetta var m.a. niðurstaða einnar rannsóknar, þar sem kýrnar voru að vísu ekki hámjólka og voru að framleiða að jafnaði 20 kg á dag. Í þeirri rannsókn kom í ljós að kýrnar héldu nytinni, þ.e. íblöndunin dró ekki úr áti meltan-legs þurrefnis né hafði neikvæð áhrif á afurðasemina.

Enn fremur kom í ljós að fóðrunin hafði engin áhrif á hlutfall mjólkurfitunnar, sem hélst stöðug. Jafnframt leiddi sagblöndunin til þess að á síðari hluta mjaltaskeiðsins, þegar kúm er stundum hætt til fitusöfnunar, þá gerðist það ekki vegna betra jafnvægis á fóðrinu.

Þá sýndi önnur rannsókn að unnt var að blanda viðartrefjum við korn til þess að stjórna átinu og nam þessi blöndun allt að 45% þurrefnis kornsins!

Fljótandi viðarleifar

Það eru líka vökvaleifar sem myndast við framleiðslu á viði, annaðhvort með brennisteinsmyndun þegar sellulósi er framleiddur eða með þrýstingi með vatnsgufu þegar viðarplötur eru framleiddar.

Efnið sem myndast í þessu tilfelli kallast viðarmelassi, samanstendur aðallega (65%) af leysanlegum sykri, sem jafngildir hlutfalli sykurs sem finnast í öðrum tegundum melassa eins og t.d. frá sykurreyr eða sykurrófum svo dæmi séu tekin.

Svona melassi getur verið afar mikilvægur orku-gjafi í fóðri skepna. Viðarmelassi hefur verið notaður í tilraun við eldi á lömbum sem voru mötuð á kjarnfóðri. Í tilrauninni var þremur mismunandi tegundum af melassa blandað út í gefið kjarnfóður í hlutföllunum 1:9 og kom ekki fram marktækur munur á bötun lambanna, hvort sem um var að ræða fóðrun viðarmelassa eða annarra tegunda af melassa. Enn fremur voru skoðuð möguleg áhrif á heilsufar og efnaskipti, sem ekki reyndust heldur vera breytileg á milli eldishópa.

Atriði sem þarf að huga að

Þó svo að tilraunir sýni að takmarkað magn af viðarleifum eða sagi megi nota til íblöndunar í gróffóður jórturdýra er ljóst að flestar tegundir trjáa henta ekki með beinum hætti. Þ.e. ekki er hægt að nýta þessi hráefni án efnafræðilegrar eða vélrænnar meðhöndlunar eigi að nota þau til íblöndunar í fóður. Undanfarið hafa komið fram ýmsar áhugaverðar leiðir til þess að gera einmitt þetta, þ.e. meðhöndla viðarleifar eða sag, svo það geti nýst jórturdýrum. Aukinn áhugi á þessu mun vafalítið leiða til þess að nýtanleg og hagkvæm aðferð finnst.

Viðarleifar sem hafa verið meðhöndlaðar með efnum þarf að skoða sérstaklega vel og vandlega með tilliti til efnaleifa, sem geta mögulega haft skaðleg áhrif á heilsu dýra eða afurðanna.

Þurrar viðarleifar innihalda aðeins lítið magn, eða geta næstum verið algjörlega snauðar af mörgum nauðsynlegum næringarefnum. Skepnur sem éta fóður með miklu magni af viðarefnum geta því lent í heilsuleysi ef ekki er rétt næringarjafnvægi á fóðrinu.

Flestar viðarleifar hafa tiltölu- lega hátt rakastig, sem veldur geymsluvandamálum vegna rýrnunar. Þess vegna er þörf á rannsóknum til þess að finna hagkvæmar leiðir til að varðveita viðarleifar með miklum raka, eigi að nýta þær til íblöndunar á fóðri jórturdýra. Varðveisla með votverkun og notkun mygluhemjandi efna eru möguleikar sem gætu borið árangur.

Nú er það ekki svo að bændur geti bara gengið í það verk, til þess að draga úr fóðrunarkostnaði, að blanda sagi út í heilfóður mjólkurkúa eða eldisgripa. Þetta þarf að rannsaka mun frekar, en er vissulega gríðarlega áhugavert ef tilfellið er að spara megi kostnað með þessum hætti og nýta um leið hráefni úr skógum landsins.

Þýdd og endursögð grein
frá Dairy Global:
„Wood residuesin ruminant nutrition“

Skylt efni: fóðrun mjólkurkúa | sag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...