Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Epli með jarðarberja- eða ananasbragði
Fréttir 31. ágúst 2018

Epli með jarðarberja- eða ananasbragði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og með hjálp erfðatækninnar verður í nánustu framtíð hægt að hanna alls kyns nýjar útgáfur af ávöxtum og aldinum.

Ekkert verður því til fyrirstöðu að framleiða epli með jarðarberja- eða ananasbragði eða epli með aldinkjöt í öllum regnbogans litum, appelsínur með chilikeim eða agúrkur með bananabragði. Auk þess sem erfðatæknin mun gera kleift að framleiða steinlaus aldin og aldin með fallegum lit og áferð.

Tæknin sem mun gera þetta mögulegt kallast Crisp og er ný uppgötvun í erfðatækni. Genafitl af þessu tagi er þegar notuð í matvælaiðnaði til að breyta útliti og eiginleikum matvæla. Crisp-tæknin getur til dæmis breytt eiginleikum sveppa til að lengja endingartíma þeirra og koma í veg fyrir að þeir dökkni við geymslu.

Á Spáni hefur tekist að erfðabreyta hveiti þannig að fólk með glútenofnæmi getur borðað það og í Japan er búið að hanna afbrigði tómataplöntu með stutta stilka þannig að hver planta getur gefið af sér fleiri aldin.

Skylt efni: erfðatækni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...