Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sláturfélag Suðurlands reið á vaðið með útgáfu á áburðarverði og þrátt fyrir að aðrir innflytjendur hafi ekki enn gefið út sitt verð má búast við að það
verði á svipuðum nótum.
Sláturfélag Suðurlands reið á vaðið með útgáfu á áburðarverði og þrátt fyrir að aðrir innflytjendur hafi ekki enn gefið út sitt verð má búast við að það verði á svipuðum nótum.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Fréttir 12. janúar 2023

Enn ekki komið verð hjá flestum innflytjendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands, sem flytur inn áburð frá Yara, er enn sem komið er eini innflytjandinn sem gefið hefur út verðskrá um áburðarverð árið 2023. Aðrir innflytjendur segja að búast megi við tilkynningu frá þeim um verð á næstunni.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins kom fram að ekki væri spáð sömu hækkunum á áburðarverði og gert var síðastliðið haust.

Verðbreyting Yara frá apríl­ verðskrá 2022 eru á bilinu 0–7,4%. Köfnunarefnisáburður hækkar mest, eða rúmlega 7%. Algengar NP og NPK tegundir eru að hækka á bilinu 0–5%.

Færri tegundir í boði

Hjá Búvís fengust þær upplýsingar að þeir væru ekki enn búnir að fá á hreint hvað þeir fengju áburðinn á og því ekki hægt að gefa upp verð til bænda. Einar Guðmundsson hjá Búvís segist ekki eiga von á öðru en að Búvís fái allan þann áburð sem þeir vilja.

„Það er aftur á móti spurning um hvort við fáum allar þær tegundir sem við vorum með í fyrra.“

Engin vandræði með magn

Jóhannes Baldvin Jónsson segir að hjá Líflandi sé enn verið að skoða markaðinn og meta stöðuna. „Við erum enn sem komið er ekki búin að gefa út neitt verð og óljóst hvenær það verður og munum bíða og sjá hvað aðrir og stærri áburðarinnflytjendur munu gera. Ég á ekki von á að það verði nein vandræði með að fá þann áburð sem við viljum og höfum fengið vilyrði fyrir að fá það magn og gerðir sem við þurfum.“

Verðlisti væntanlegur

„Við erum búin að fá hugmynd að væntanlegu verði, segir Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi, og það styttist í að við gefum það út. Staðan er samt sú að það er ekki 100% frágengið þannig að ég get ekki gefið það upp eins og er. Ég á von á að verðið verði á svipuðu róli og Yara eða SS er búið að gefa út, enda erum við öll innflutningsfyrirtækin að versla á sama heimsmarkaði.“

Lúðvík á ekki von á öðru en að úrvalið hjá þeim verði sama eða svipað og á síðasta ári.

Selenlaus áburður

Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni segir að þar á bæ sé ekki búið að fastsetja áburðarverð fyrir árið 2023. „Á síðasta ári birtum við okkar verð 18. janúar. Mér sýnist einhver hækkun í kortunum en hversu mikil hún verður get ég ekki sagt enn. Við eru enn að klára samninga við okkar birgja og þegar því er lokið getum við farið að gefa út verðið.“

Að sögn Úlfs er Fóðurblandan búin að tryggja sér það magn sem fyrirtækið ætlar að flytja inn. „Við ætlum að bjóða upp á allar sömu gerðir og undanfarin ár enda sumar þeirra keimlíkar að innihaldi.

Það gæti því fækkað um eina eða tvær gerðir og hugsanlega komið ein önnur í staðinn. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur mælst til að það verði í boði selenlaus áburður og við erum að skoða innflutning á honum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...