Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með tíu tonn af heilum höfrum í kornþurrkstöðinni sinni.
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2022

Enginn tækjabúnaður til að vinna hafra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum standa um tíu tonn af heilum, óvölsuðum höfrum inni í kornþurrkstöðinni við bæinn. Ekki er hægt að vinna þá á Íslandi í neysluvænt form, sem haframjöl eða tröllhafra, vegna þess að nauðsynlegur tækjabúnaður er ekki til í landinu.

Ólafur Eggertsson, kúa­ og kornbóndi á bænum, segir að ef hann vildi framleiða úr þeim matvöru þyrfti hann að senda þá úr landi með skipi og láta senda sér aftur þegar búið væri að vinna þá. Miðað við hans umfang í hafraræktuninni sé það allt of stór fjárfesting að kaupa slíkan tækjabúnað.

Gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt

Á síðustu árum hefur innlend framleiðsla á hafravörum aukist talsvert og skemmst er að minnast nýlegra tíðinda úr Bændablaðinu frá Mjólkurvinnslunni Örnu um framleiðslu og útflutning á hafraskyri og hafrajógúrt. Þar var haft eftir Hálfdáni Óskarssyni framkvæmdastjóra að hafrarnir í vörur þeirra komi frá Svíþjóð og Finnlandi. Mikil eftirspurn eftir hafravörum skapi hins vegar gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt. Framtíðarsýnin sé sú að nýta sem mest íslenska hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir.

Hafa ekki undan að framleiða íslenska hafra

Arna á í samstarfi við Sandhóls­ bændur í Meðallandi, sem eru stórtækustu hafraræktendur Íslands. „Við erum að skoða það að fjárfesta í tækjabúnaði og fyrirhuguð er ferð til Finnlands á næstunni til að skoða tiltekna möguleika,“ segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhólsbúsins.

„Við höfum á fáum árum aukið framleiðsluna jafnt og þétt á hafra­ vörum okkar til manneldis – og höfum nú ekki undan. Til að prófa hvernig íslenski markaðurinn tæki hafravörum okkar byrjuðum við að senda hafrana með skipi til Jótlands í Danmörku, þar sem þeir hafa verið unnir í verksmiðju og sendir til baka.

Vegna samstarfsins við Örnu og velgengni vara okkar viljum við nú koma okkur upp eigin búnaði til að geta fullnægt þörfum markaðarins,“ segir Örn.

Skylt efni: Þorvaldseyri | Korn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...