Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Fréttir 21. apríl 2020

Enginn styrkur til að byggja upp í Hrútey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Byggðaráð Blönduósbæjar hefur lýst miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða var synjað, sérstak­lega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu.

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi, segir að sveitarfélagið hafi sótt um styrk til að halda áfram uppbyggingu fólkvangsins í Hrútey. Áður, eða árið 2018, fékkst styrkur úr Uppbyggingarsjóði ferðmannastaða og hófust framkvæmdir að þeim styrk fengnum.

„Við viljum endilega halda áfram með þetta verkefni og teljum það skipta miklu máli fyrir uppbyggingu ferðamannastaða hér um slóðir. Það er töluvert mikið eftir að gera og við viljum fyrir alla muni halda okkar striki,“ segir Valdimar.

Norðurland vestra fær langminnst

Byggðaráð bendir í bókun sinni á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun sjóðsins á þessu ári á milli landshluta. Þar komi Norðurland vestra illa út, einungis 34 milljónir komi inn á svæðið í formi styrkja af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir króna.

Sveitarstjórnarmenn á Norður­landi vestra hafa velt þessu ósamræmi í úthlutun styrkjanna fyrir sér og eru margir hugsi. Í svonefndri Landsáætlun kemur fram að styrkir til verkefna á Vesturlandi nemi 219 milljónum, 141 milljón á Vestfjörðum, 338 milljónum á Norðurlandi eystra, 114 milljónum á Austurlandi og 1,5 milljörðum á Suðurlandi. Sem fyrr segir komi 34 milljónir til verkefna á Norðurlandi vestra.

Skylt efni: Hrútey | Blönduós

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...