Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur búskapur. Fjölskyldan tekur yfir Instagram-reikning Bændablaðsins á næstu dögum þar sem hægt verður að fylgjast með lífi og starfi fjölskyldunnar.

Býli: Berustaðir, Ásahrepp.

Ábúendur: Emil, Hulda, Baldur, Þórður og Halli. Frábærir vinnumenn og yndislegt vinafólk sem leigir af okkur eitt hús.

Gæludýr: Hundarnir Perla og Elvis og 8 fjósakisur.

Stærð jarðar? 350 hektarar, af þeim eru 180 ræktaðir.

Gerð bús? Blandaður búskapur. Mjólkurkýr, nautgripir, kindur og hross.

Fjöldi búfjár? Eitthvað í kringum 400, langstærstur hluti af því eru nautgripir, 120 kindur og ca 35 hross.

Hvers vegna veljið þið þessa búgrein? Við vorum heppin og gátum keypt vel rekið bú og vildum engu breyta. Kýrnar eru auðvitað í aðalhlutverki en hitt er svo skemmtilegt með. Hrossin komu flest með okkur en við höfum stundað litla hrossarækt síðustu árin.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flestir dagar byrja á því að annað okkar kemur strákunum í skólabíl og skutlar í leikskóla. Hefðbundin morgunverk eru svo þau sem þarf að sinna í fjósi og gjafir hjá öðrum skepnum. Eftir það eru dagarnir sjaldan eins og mjög misjafnir eftir árstíma. Seinnipartinn er svo svipuð rútína og á morgnana.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Að sinna dýrunum sínum og sjá til þess að þau hafi allt sem þau þurfi, heyskapur, þegar nýtt líf kemur í heiminn, sama hvort það er kálfur, lamb eða folald og margt annað. Þegar vel gengur er allt alveg extra skemmtilegt. Það sem er hins vegar leiðinlegt er þegar skepnur veikjast, erfiðir burðir og þegar nauðsynleg eða mikið notuð tæki bila.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Það er bara frábært. Við erum ekki svo langt frá þéttbýli svo það er ekki langt að sækja það sem þarf þar og skólinn og leikskólinn eru í Laugalandi, sem er bara í nokkura km fjarlægð.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Að vera í návist dýranna sinna alla daga er bæði gefandi og skemmtilegt. Verkefnin eru misjöfn eins og þau eru mörg og enginn dagur eins.

Hverjar eru áskoranirnar? Það er mikil áskorun að sjá um margar skepnur með mismunandi þarfir. Svona bú er stórt fyrirtæki að reka og það þarf að sjá til þess að allt gangi upp. Verkefnalistinn er oftar en ekki svo langur að manni finnst aldrei sjást fyrir endann á honum. Það er alltaf hægt að finna ný verkefni og plönin geta breyst hratt ef eitthvað kemur upp á.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Fyrsta sem mér dettur í hug eru hagkvæmari lánakjör.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Erfið spurning.. En það þurfa klárlega allir að standa vörð um íslenskan landbúnað. Bændur þurfa að standa saman og þeir sem eru ekki bændur þurfa að standa með bændum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er margt eftirminnilegt í okkar „stuttu“ búskapartíð en það stendur alltaf upp úr þegar vel gengur. Það má heldur ekki gleyma litlu hlutunum og matartímar með fólkinu sem er á staðnum eftir erfiðar tarnir geta til dæmis verið dýrmætar minningar. Við erum heppin að eiga gott fólk að og góða vini og fjölskyldu sem eru reglulegir gestir og þátttakendur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...