Engin vonaraugu mæna upp á mig í dag
Af vettvangi Bændasamtakana 7. nóvember 2025

Engin vonaraugu mæna upp á mig í dag

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.

Ég veit í raun ekki hvar skal byrja en ég ætla að reyna. Ég ætla þó ekki að reyna að rekja vörugjaldaminnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, hvað þá nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins – og allra síst ætla ég að reyna að gera frumvarpsdrögum atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögunum skil. Mér er það einfaldlega lífsins ómögulegt að reyna að rekja ítarlega umsögn Bændasamtakanna um drögin og ætla ekki einu sinni að gera heiðarlega tilraun til þess. Hins vegar ætla ég að taka hatt minn ofan fyrir innviðaráðherra, Eyjólfi Ármannssyni, fyrir það að draga til baka reglugerðardrög er hefðu skikkað bændur til að taka meirapróf fyrir það eitt að aka dráttarvél. Takk, Eyjólfur, fyrir að hafa hlustað á bændur, röksemdir þeirra og festu – slíkt er til eftirbreytni.

Nú eru tveir dagar liðnir af hringferð stjórnar Bændasamtakanna um landið, fimm fundir búnir af fjórtán talsins. Umræður á þeim fundum sem eru búnir hafa verið góðar. Þrautseigja og seigla bænda er mikil. Störf bænda eru að miklu leyti háð ákveðnum ytri aðstæðum, til að mynda veðurfari, sjúkdómum, uppskeru, tíðarfari, ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni – hvort sem er með stuðningi, reglugerðum, lögum, tilmælum og eftirliti eða einfaldlega boðuðum breytingum. Þar að auki eru skilin milli vinnu og daglegs lífs bænda – sem getur óneitanlega ýtt undir streitu og vanlíðan – óljós.

Í þessu skyni langar mig sérstaklega að benda á rannsókn sem gerð var fyrir Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur árið 2024 og varðar líðan og seiglu íslenskra bænda. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru meðal annars þær að bændur upplifi að jafnaði meiri streitu og andlega vanlíðan en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Af hverju fer ég að hugsa um þetta núna? Jú, vegna þess að margt hefur dunið á landbúnaðinn, og þar með bændur, undanfarnar vikur – hvort sem um ræðir riðutilfelli eða boðaðar breytingar sem beint er hægt að rekja til fyrirætlana stjórnvalda. Það er kannski engin tilviljun að vera nú stödd í Reykjadal í Þingeyjarsveit, þar sem Sigurður Vilhjálmsson (1880–1948), bóndi í Máskoti, orti Niðurskurðarvísur á árum mæðiveikinnar. Hver sá bóndi sem hefur átt – en síðan misst eða jafnvel verið hræddur um að missa – getur ef til vill fundið sig í vísum Sigurðar nú rúmum 76 árum seinna.

„Einhver vöntun, svo ég segi
satt og rétt til alls,
dregur mig á vanans vegi
að vitja húss og stalls.
Engar slóðir uppi í heiði
ýfa mjallartraf;
jafnvel snjórinn er í eyði
allt að dyrastaf.
Engin hlust mitt skóhljóð skilur,
skipt er nú um hátt.
Dauðaþögn og enginn ylur
ilms í hálfri gátt.
Hér er engri önn að ljúka
engu að koma í stand,
aðeins rétt að stansaog strjúka
stoð og jötuband.
Tilgangslaust að teygja græna
tuggu í garðalag,
engin vonaraugu mæna
upp á mig í dag.“

Ég er bara heiðarlega hugsi yfir vísu Sigurðar og hvort hún gæti mögulega átt við að einhverju leyti í dag þar sem sífellt er verið að sækja að fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi bænda. Varla viljum við enda þar að engin vonaraugu mæni – upp á mig í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...