Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi
Fréttir 5. ágúst 2014

Engin fuglaflensa í æðarfuglum á Rifi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í maí og júní á þessu ári var æðarbóndi á Rifi var við aukin dauðsföll meðal æðarfugla á hans svæði. Einnig voru óeðlileg afföll hjá ritum á sama svæði. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hafði af þessari ástæðu samband við Matvælastofnun. Í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar um fuglaflensu, s.s. þegar um aukin óútskýrð dauðsföll í villtum fuglum er að ræða, voru fjögur æðarfuglahræ send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Á Keldum voru tekin stroksýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Niðurstöður hafa nú borist Matvælastofnun. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST

Auk sýnatökunnar voru allir fuglarnir krufðir á Keldum. Í þeim öllum fundust ummerki um blóðsýkingu og gaf krufningin ekki til kynna að um bótúlisma væri að ræða. Bótúlismi er af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum, en erlendis koma af og til upp tilfelli um aukin dauðsföll í villtum fuglum vegna bótúlisma. Orsök aukinna dauðsfalla þessara villtu fugla er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi er í samstarfi við sérfræðinga í Bandarríkjunum sem rannsaka málið nánar.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...