Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári
Fréttir 7. september 2022

Engar fleiri leyfisveitingar frá síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnið er að því hjá Matvælastofnun að gefa þremur sauðfjárbúum varanlegt leyfi til slátrunar heima á bæjum til markaðssetningar og sölu á sínum afurðum, en frá því í fyrra hafa engar fleiri umsóknir um slík rekstrarleyfi borist.

Frá síðasta hausti hafa sauðfjárbændur átt kost á því að sækja um slík leyfi, samkvæmt reglugerð sem gefin var út í maí á síðasta ári um lítil sláturhús á lögbýlum.

Í síðustu sláturtíð höfðu þrjú sauðfjárbú fengið þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði, en þau tvö fyrrtöldu þeirra nýttu sér hana. 

Skriffinnska og kostnaður

Með þessari heimild hefur sauðfjárbændum verið gefinn sá kostur að hafa alla virðiskeðjuna í vinnslu og sölu sauðfjárafurða sinna í eigin höndum.

Til að fá þessa heimild þarf aðstaða til slátrunar og kjötvinnslu að vera fullnægjandi samkvæmt reglum.

Breytingar á húsakosti geta falið í sér talsverðan kostnað auk þess sem leyfisveitingunni fylgja skyldur um skýrsluhald utan um rekstur sláturhússins, en þetta er talið geta skýrt það hvers vegna ekki fjölgar í þessum hópi.

Hátt afurðaverð

Eftir talsverðu getur verið að slægjast fyrir bændur sem eiga þennan kost, því dæmi er um að afurðaverð fyrir lambskrokkinn sé um 25 þúsund krónur að meðaltali fyrir bændur sem slátra, vinna og selja sínar afurðir beint frá býli. Á móti kemur að talsvert meiri vinna fylgir þessu fyrirkomulagi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...