Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu
Fréttir 12. júlí 2023

Engar breytingar í sumar á reglum um útrýmingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé í sumar.

Starfshópur var skipaður í lok maí sem var falið að skila tillögum til matvælaráðherra 1. nóvember varðandi nýja nálgun við útrýmingu á riðuveiki. Hópnum var falið að vinna að greiningu á núverandi stöðu, útfærslu á aðferðafræði við ræktun fjár með verndandi arfgerðir og mati á breyttri nálgun aðgerða gegn riðuveiki.

Í svari matvælaráðuneytisins, við fyrirspurn um mögulegar breytingar í sumar á reglunum, kemur fram að á meðan sérfræðingahópurinn sé að störfum mun ráðuneytið ekki leggja til breytingar á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðuveiki enda munu breytingar byggja á tillögum sérfræðingahópsins. Heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um útrýmingu á riðu muni fara fram þegar sérfræðingahópurinn hefur skilað tillögum sínum.

Í fyrirspurninni var einnig spurt um efni stöðuskýrslu sem til stóð að starfshópurinn skilaði 15. júní. Í svarinu kemur fram að yfirdýralæknir hafi verið í leyfi frá störfum á þeim tíma og því hafi skýrslunni ekki verið skilað, en áætlað sé að henni verði skilað á næstunni.

Af svörum ráðuneytisins er ljóst að ekki stendur til að breyta reglum um bótagreiðslur til bænda sem hafa lent í niðurskurði. Í svörunum kemur þó fram að enn sé unnið að samningum um bótagreiðslur við bændur í Miðfirði.

Skylt efni: Riðuveiki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...