Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust
Mynd / HKr.
Fréttir 7. september 2018

Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því.
 
Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum.
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund­vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra og Bænda­samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta:
„Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð.  
 
Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí.  Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG.  Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f