Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjallalamb á Kópaskeri. Sláturtíð hefst þar 15. september.
Fjallalamb á Kópaskeri. Sláturtíð hefst þar 15. september.
Mynd / smh
Fréttir 4. ágúst 2020

Engar ákvarðanir um afurðaverð hjá KS og Fjallalambi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Stefna okkar er að gera ávallt okkar besta í að greiða raunhæft afurðaverð sem byggir á markaðs- og rekstrarlegum forsendum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðu­maður Kjötafurðastöðvar KS. 
 
Ákvörðun um afurðaverð í kom­andi sláturtíð hjá KS liggur ekki fyrir,  en  búið er að gefa út álags­greiðslur fyrir fyrstu vikurnar. Hann segir þó líklegt að farið verði yfir það og metið hvort þörf sé á endurskoðun á því sem áður hefur verið kynnt. Það yrði gert fljótlega.
 
Ágúst Andrésson.
Ágúst segir að birgðastaða verði í lágmarki þegar slátrun hefst í haust og því minni þörf á útflutningi.
 
„Það er eins og gengur að sumt fellur með, annað á móti. Við erum að meta þetta og ræða við okkar helstu kaupendur um hvernig verð geti þróast í haust. Þegar það liggur fyrir þá munum við gefa út upphafsverð og meta það svo þegar fram líður hvort við getum bætt einhverju við, eins og verið hefur,“ segir Andrés. 
 
Líklegt að slátrun hefjist 24. ágúst
 
Stefnt er að því að hefja slátrun hjá KKS dagana 24. eða 25. ágúst en nokkru síðar hjá SKVH á Hvammstanga, eða 7. september. Ágúst kveðst vonast eftir sambærilegu innleggi og á liðnu hausti en félagið gæti bætt við sig. 
 
Aukinn kostnaður við að koma fólki til landsins
 
Hvað mönnun sláturhúsa varðar segist hann gera ráð fyrir að leysa málin með erlendu vinnuafli líkt og verið hefur undanfarin ár.
 
„Aðalmálið er að finna út úr því hvað við þurfum að gera til að koma manskapnum til okkar, vinna það í tíma til að gæta fyllsta öryggis í sóttvörnum vegna kórónuveirunnar.  Hvernig sem á það er litið þá mun fylgja því aukinn kostnaður,“ segir Ágúst. Sú breyting verður þó á í haust að nýsjálenskir slátrarar verða ekki að störfum hjá KKS í haust og því þarf að þjálfa annað starfsfólk í þær stöður sem þeir áður gegndu. „Við munum að öllum líkindum fara aðeins hægar af stað með minni slátrun hvern dag,“ segir hann. 
 
Fjallalamb tjáir sig ekki um viðmiðunarverð LS
 
Sláturtíð hjá Fjallalambi á Kópaskeri hefst 15. september og henni lýkur í lok október. Hugsanlega verður einhver forslátrun fyrr, að sögn Björns Víkings Björnssonar fram­kvæmda­stjóra.
 
Björn Víkingur Björnsson.
Hann segir að margir af starfs­mönnum fyrri ára hafi sótt um vinnu í sláturtíð hjá Fjallalambi en kórónuveiran hafi veruleg áhrif þar á. „Það snýst allt um það að koma eins og mögulegt er í veg fyrir að smit komist inn í fyrirtækið. Þess vegna vil ég frekar ráða fólk sem býr á Íslandi, en það er lítið sótt um.“
 
Björn Víkingur segir birgðastöðu fyrirtækisins nokkuð góða. Hann vill ekki tjá sig um viðmiðunarverð sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út fyrir nokkru. „En hækkun til bænda hlýtur að vera háð væntingum okkar um hækkanir úti á markaði,“ segir Björn Víkingur.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...