Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Allt bendir til þess að danskir minkabændur geti hafið endurreisn búgreinarinnar eftir áramót. Kvaðir verða settar um miklar sóttvarnir.
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af endurreisn minkaræktar í landinu.

Því hafa stjórnvöld í Kaupmannahöfn tilkynnt að reglugerð sem lagði bann við loðdýrarækt falli úr gildi um áramót. Endurvakning búgreinarinnar, með hertum sóttvarnareglum og takmörkun á stærð, er því handan við hornið.

Ákvörðun þessi er tekin eftir að sóttvarnarstofnunin hafði metið áhættuna takmarkaða ef minkaræktinni væru settar stífar skorður sem miða að smitvörnum og stærð greinarinnar.

Eftir að Covid-19 veiran greindist í dönskum mink árið 2020 létu stjórnvöld skera niður allan minkastofninn í landinu. Fram að því voru Danir fremstir þjóða á þessu sviði.

Rasmus Prehn, matvælaráðherra Danmerkur, segir í samtali við Landbrugsavisen að minkarækt í landinu þurfi að vera á forsendum lýðheilsu. Því skipti miklu máli að sóttvarnaryfirvöld hafi gefið grænt ljós á endurreisn greinarinnar. Tímabundið bann við minkarækt verði ekki endurnýjað en minkabændur muni þurfa að gera ýmsar smitvarnarráðstafanir til að hefja búskap að nýju.

Sóttvarna vel gætt

Minkabændur verða krafðir um að framkvæma Covid-19 skimun í öllum minkum. Einnig verða auknar smitvarnir við alla meðhöndlun – sem felur í sér fataskipti og líkamsþvott áður en farið er inn í minkahúsin.

Starfsfólk mun þurfa að viðhafa sérstakar persónulegar smitvarnir og fara á námskeið um hreinlæti. Að auki verður mælst til þess að allt starfsfólk taki Covid-19 próf áður en það fer í návígi við bústofninn.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: minkabú | minkarækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...