Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 20. október 2022

Endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Seinni endurskoðun búvöru­samninganna sem tóku gildi árið 2017 verður á næsta ári. Þá meta samningsaðilar, Bændasamtök Íslands (BÍ) og stjórnvöld, hvort markmið samninganna hafi náðst.

Undirbúningsvinna er hafin hjá samningsaðilum við gagnaöflun, en svo er gert ráð fyrir að efnislegar viðræður hefjist strax á nýju ári.

Innan Bændasamtaka Íslands hefur í aðdraganda viðræðna verið lögð áhersla á sjálfstæða gagnaöflun til að bæta samningsstöðu bænda. Samkvæmt heimildum innan raða samtakanna leggja þau áherslu á að einfalda samningana eins og hægt er – skýra einnig betur atriði í útfærslum þeirra.

Fjórir samningar

Búvörusamningar eru alls fjórir og fjalla um starfsskilyrði bænda; rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, garð- yrkjusamningur, nautgripasamningur og sauðfjársamningur.

Varðandi einstök efnisatriði og áherslur BÍ munu sauðfjárbændur kalla eftir endurskoðun á niðurtröppun greiðslumarks, garðyrkjubændur vilja endurskoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar – þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þótt það fjölgi í greininni.

Tollvernd og afkoma bænda

Kallað verður eftir breytingum á tollverndinni og afkoma bænda mun verða til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð hefur þannig ekki tryggt viðunandi afkomu.

Loftslagsmál til umræðu

Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ þátttakendur í verkefnum eins og Loftslagsvænum landbúnaði og Kolefnisbrúnni, sem talið er að þurfi að styrkja enn frekar.

Sjá fréttaskýringu um uppruna og eðli búvörusamninga í fortíð og nútíð á bls. 20-21 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...