Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki
Mynd / HKr.
Lesendarýni 12. nóvember 2019

Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson
Fyrir nokkrum árum voru 3 sútunarverksmiðjur, sem sútuðu gærur, starfræktar hér á landi.  Það var Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri,  sem starfrækt var af SÍS, Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík og Loðskinn hf. á Sauðárkróki.
 
Gærur voru uppistaðan í hráefni þessara verksmiðja. Allar bjuggu þessar verksmiðjur yfir mikilli þekkingu og voru búnar góðum tækjum. Þekking á þessu sviði var mikil hér á landi; aðeins er eftir hluti af þessari þekkingu. Sú þekking er í verksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeirri þekkingu megum við ekki glata. Það verður því að endurreisa sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Það er auk þess besta leiðin til að verðmætin glatist ekki. Það mun auk þess gagnast íslenskri sauðfjárrækt, þegar til lengri tíma er litið.
 
Íslenska gæran er ein allra besta gæra til framleiðslu ákveðinna vara úr skinnum, þar sem hún er létt og að mestu leyti laus við skemmdir á hárramnum, t.d. af völdum skordýra og annara sníkjudýra, sem veldur skemmdum af ýmsu tagi og verðmætarýrnun gærunnar.
 
Á það má einnig benda að gærur og skinn eru ,,græn“, koma í stað plastefna, eru náttúruvænar afurðir.  Þetta eru efni sem  koma alls staðar að notum.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...