Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu eyrnamerkja í sauðfé til 1. nóvember 2025.

Áður hafði verið gefið út að núgildandi undanþága sauðfjárbænda til endurnýtingar myndi renna út þann 1. júlí á þessu ári.

Breytingin á heimild til endurnýtingar merkjanna er komin til vegna athugasemda sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði við úttekt sem stofnunin gerði á opinberu eftirliti með kjöti og mjólk og afurðum þeirra hér á landi í október árið 2019. Í athugasemdum ESA kom fram að heimild til endurnýtingar merkja sem fyrir var í umræddri reglugerð væri í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Frá því að matvælalöggjöf Evrópusambandsins var tekin upp í EES-samninginn og innleidd í landsrétt hefði í raun ekki mátt endurnýta merki í sauðfé og nautgripi.

Matvælaráðuneytið tekur ákvörðun um frestun á gildistöku bannsins eftir fund með ESA, þar sem ljóst þykir að bændur þurfi lengri tíma til aðlögunar. Bændum verður því heimilt að nota endurnýtanleg merki einu sinni enn, í sláturtíð 2024, og til 1. nóvember 2025.

Ráðuneytið leggur áherslu á að engar frekari undanþágur verði í boði, en Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau munu nýta tímann til að finna varanlega lausn á málinu.


Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...