Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Fréttir 10. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landnýtingarhluta landbúnaðar.

Við útreikninga á þessum hluta í losunarbókhaldi Íslands hefur verið stuðst við rannsóknir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins frá 1975, en nú hafa matvælaráðu- neytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ákveðið að ráðist
verði í endurmat á þessari losun.

„Landgræðslan hefur nú gert samning við ráðuneytin um að halda utan um vinnu við að meta losun frá ræktarlandi og við erum að hefja viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands um kaup á nauðsynlegri rannsóknavinnu af þeim.

Samningurinn gerir ráð fyrir rannsóknum sem standa munu yfir í þrjú ár því það er nauðsynlegt til að fá upplýsingar sem eru marktækar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eru í dag nýttar til að áætla losun frá 55 prósentum alls ræktarlands Íslands, sem er metið um eitt prósent af heildarflatarmáli Íslands. Í umfjöllun ráðuneytanna um verkefnið fram undan kemur fram að talsverður breytileiki sé í losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landflokkum og landsvæðum. Nýlegar rannsóknir bendi til að þörf sé á að endurmeta stuðla sem notaðir hafa verið um þessa losun og bindingu frá ólíkum svæðum.

Ráðuneytin hafa unnið í sameiningu að undirbúningi verkefnisins og er gert ráð fyrir fyrstu niðurstöðum árið 2024, en lokaniðurstöðum í árslok 2026.

Ólíkt íslenskum landbúnaði er landnýtingarhluti hans – og skógræktin – ekki á beinni ábyrgð Íslands í losunarbókhaldinu gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...