Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Przewalski-hestur
Przewalski-hestur
Mynd / Ludovic Hirlimann, Wikimedia Commons
Utan úr heimi 26. júní 2024

Endurkoma villtra hesta

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega var sjö hestum af Przewalski-kyni sleppt á hásléttum Kasakstans. Þeir komu úr dýragörðum í Berlín og Prag.

Przewalski-hesturinn, sem var á barmi útrýmingar á sjöunda áratugnum, er talinn síðasta villta tegund hesta sem eftir er. Tegundin hvarf frá Kasakstan fyrir 200 árum, en um 1.500 Przewalski-hestar eru í Mongólíu. Til samanburðar eiga villtu Mustang-hestarnir í Norður- Ameríku rætur sínar að rekja til taminna hrossa. Frá þessu er greint í The Guardian.

Áður var þessi tegund algeng á hásléttum Mið-Asíu. Talið er að maðurinn hafi fyrst tamið hest á þessum slóðum fyrir um 5.500 árum. Vitað er til þess að menn hafi byrjað að nytja hesta í Norður- Kasakstan tvö þúsund árum áður en elstu heimildir vitna um slíkt í Evrópu.

Eins og áður segir var nánast búið að þurrka út stofn Przewalski- hestsins um miðja síðustu öld. Það var meðal annars vegna þess að hann var veiddur til matar og hjarðirnar tvístruðust við uppbyggingu vegakerfis.

Dýragarðurinn í Prag hefur áður tekið þátt í sambærilegu verkefni, en árið 2011 voru Przewalski-hestar fluttir til Mongólíu. Eftir nokkur flug með hesta þangað á fimm árum er talið að stofninn hafi náð ákveðnum stöðugleika. Þá munu þýskir og tékkneskir dýragarðar fljúga með fjörutíu hross til Kasakstan á næstum fimm árum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...