Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurheimta MSC-vottun
Mynd / VH
Fréttir 7. desember 2020

Endurheimta MSC-vottun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gefið hefur verið út skírteini sem staðfestir að grásleppuveiðar hafa endurheimt MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Skírteinið gildir í fimm ár, frá 17. nóvember 2020 til 16. nóvember 2025.


Samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda segir að erfiðlega hafi gengið að selja grásleppuhrogn frá síðustu vertíð og ætti vottunin að liðka til í þeim efnum en þar segir einnig að ljóst sé að COVID-19 sé þar stærsti orsakavaldurinn.

Að sögn Kristins Hjálmarssonar, verkefnisstjóra hjá ISF, Icelandic Sustainable Fisheries, vó aðkoma sjómanna um stjórn veiðanna þungt í þessum efnum. „Þeir lögðu til við stjórnvöld lokun svæða þar sem líkindi voru á að selur veiddist sem meðafli og nákvæm, áreiðanleg skráning alls afla sé mikilvæg fyrir eftirlit og vísindi. Niðurstaðan sem nú er fengin hefði ekki náðst nema með sterkri aðkomu og samvinnu allra aðila, stjórnvalda, LS, Hafrannsóknastofnunar og framleiðenda.“

Á heimasíðunni segir að rétt sé að taka fram að þó þessi áfangi hafi náðst sé nauðsynlegt að halda áfram umbótum þar sem mikilvægt sé að allir vinni saman að því að minnka meðafla við grásleppuveiðar.

Skírteini um sjálfbærni veiðanna er gefið út með skilyrðum fyrir umbótum sem leiði til þess að áhrif þeirra hindri ekki uppbyggingu á stofnum viðkvæmra tegunda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f