Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Endurheimt votlendis hafin
Fréttir 8. apríl 2016

Endurheimt votlendis hafin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Landgræðslu ríkisins hefur verið falið að annast framkvæmdina í samræmi við tillögur samráðshóps um endurheimt votlendis.

Samráðshópurinn leggur til að unnið verði að endurheimt votlendis í samræmi við markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og Aichi markmið samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Í frétt á vef Umhverfisráðuneytisins segir að haustið 2014 hafi umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðað til samráðs helstu hagsmuna- og fagaðila um mótun aðgerðaáætlunar til að endurheimta votlendi. Markmið starfsins var að kortleggja hvaða svæði koma til greina til endurheimtar án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt var markmiðið að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum t.d. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar.

Að vinnunni komu fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Fuglaverndar og Landgræðslu ríkisins.

Auk þess mælir samráðshópurinn með því að ráðherra feli Landgræðslu ríkisins umsjón með endurheimt votlendis, að fjármagn til framkvæmda verði tryggt og að verklag verði skilgreint. Landbúnaðarháskóli Íslands vinni áfram að því að undirbyggja betur þekkingu á framræslu og áhrifum endurheimtar á losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði  að unnt sé að taka endurheimt votlendis upp sem aðgerð innan Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.


Loks leggur samráðshópurinn til að framkvæmd og eftirfylgni laga sem varða vernd votlendis og framræslu verði efld. Starfshópurinn leggur áherslu á að skoða þurfi hvert endurheimtarverkefni fyrir sig, meta ávinning þess, áform viðkomandi landeiganda og hvort það samræmist öðrum áformum um landnotkun m.a. skipulagsáætlunum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f