Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birkiplanta í mel.
Birkiplanta í mel.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Höfundur: HGS

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Nú þegar er fjöldi verkefna víða um heim farin að skila árangri við endurheimt vistkerfa. Mossy Earth vinnur af hugsjón. Megináhersla er að vinna með vistkerfi sem fyrir voru í landinu og í tilfelli Íslands er endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) og endurheimt votlendis í hávegum. Ekki er unnið að framleiðslu vottaðra kolefniseininga né öðrum beinum fjárhagslegum ávinningi.

Á þremur árum hefur Mossy Earh átt í farsælu samstarfi við Skógræktina og hafa þau nú þegar gróðursett 60.000 birkiplöntur til endurreisnar skógar á rofnu landi. Nú hafa þau áhuga á að vinna enn frekar að endurreisn skógarvistkerfa á Íslandi og vilja hefja samstarf við bændur eða aðra landeigendur.

Mjög upplýsandi og greinargóðar umfjallanir um verkefni þeirra er að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mossy.earth, og vert er að mæla mjög með Youtube-síðu þeirra því þar er fjöldann allan af fróðleik að finna.

Skógræktin getur haft milligöngu um samband við Mossy Earth. Áhugasamir geta sent tölvupóst á throstur@skogur.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...