Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Fréttir 13. maí 2020

Endurbygging og langþráð viðhald

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdir við endurbætur á garðskála Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hófust 14. apríl síðastliðinn en skálinn skemmdist mikið í óveðri sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Samhliða endurbyggingunni er unnið að langþráðu viðhaldi skólans.

Kostnaður við endurgerð skálans er talinn vera 100 til 120 milljónir króna.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans, segir að tjónið í veðrinu hafi verið mikið og ákveðið hafi verið að flýta enduruppbyggingu garðskálans sem fara áttu fara fram í sumar.
„Starfsmenn skólans sáu um að fjarlægja allan gróður í skálanum og var hann ýmist tekinn upp til geymslu eða plönturnar sagaðar niður, enda margar hverjar orðnar fullstórar fyrir garðskálann.“

Skemmdir á skálanum í óveðrinu voru miklar.

Fjármagn tryggt

„Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með verkfræðistofunni Verkís. Að baki endurgerð skálans liggur nokkurra ára undirbúningur sem byggir á þarfagreiningu fyrir starfsemina á Reykjum. Fjármagn til endurbyggingarinnar hefur verið tryggt á fjárlögum síðustu fjögurra ára og er stefnt að því að heildarkostnaður við endurgerð skálans sjálfs hlaupi á um 100 til 120 milljónir króna.“

Langþráð viðhald

Að sögn Guðríðar hefur, samhliða undirbúningsvinnu við endurgerð garðskálans, heilmikið og langþráð viðhald átt sér stað á húsakosti skólans, útveggir klæddir og einangraðir, búið að endurnýja þök á kennslustofum og matsal og setja nýtt gler í alla glugga. Stefnt er að því að verkinu ljúki áður en kennsla hefst í haust.

Plöntum úr skálanum var komið í geymslu á meðan endurbygging hans fer fram. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...