Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Endurbætur hafa verið gerðar á Reykhólahöfn.
Fréttir 9. mars 2021

Endurbætur gerðar á Reykhólahöfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Kveikt var á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum nýverið. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um stað­setningu skipa í innsiglingar­rennu að höfninni. Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingar­rennunnar fjær höfn­inni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Endurbygging og stækkun stálþils­bryggjunnar er á fram­kvæmda­­áætlun siglingasviðs Vega­gerðar­innar 2021–2024.
Stækkunin er lenging á viðlegu­kanti til suðvesturs, þannig að bryggj­an, sem er eins og L í laginu, verður T laga.

Bætt aðstaða fyrir stærri skip

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri, vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs, að því er fram kemur í frétt á vef Reykhólahrepps.

Undirbúningur er hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf., sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. 

Skylt efni: Reykhólar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...