Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Fréttir 24. mars 2020

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. Í tilefni tímamótanna voru settar í gang framkvæmdir við reiðhöll félagsins og mætti hópur Neistafélaga sem aldeilis lét hendur standa fram úr ermum við að lagfæra og endurbæta.

Innréttingar voru rifnar út og ónýtum húsbúnaði var hent. Þá var salurinn málaður að mestu og eins voru salerni máluð en eins stendur til að mála anddyri reiðhallarinnar.

Stjórn Neista óskaði eftir aðstoð frá félagsmönnum svo koma mætti reiðhöllinni í betra horf og flykktust vaskir félagar að til að taka þátt í verkefninu.

Stórsýning í vor

Í tilefni tímamótanna verður haldin stórsýning austur-húnvetnskra hesta­manna í næsta mánuði, eða þann 22. apríl, og standa vonir manna til þess að reiðhöllin hafi þá fengið nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi Hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu að stuðla að endingu hennar,“ segir á vef Neista. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...