Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hágæða jarðbik gerir malbik og vegklæðingu sterkari og endingarmeiri.
Hágæða jarðbik gerir malbik og vegklæðingu sterkari og endingarmeiri.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Höfundur: Cornelis A. Meijles, ráðgjafi í hringrásarhagkerfi og stundakennari við LbhÍ. Netfang: cornelis@lbhi.is.

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu má bæta eiginleika þess og þar með endingartíma. Jafnframt má minnka kostnað og hugsanlega draga úr svifryksmyndun.

Íblöndun hágæða jarðbiks úr þakdúki í malbik er umhverfisvænt og hagkvæmt, bæði út frá stofnkostnaði, viðhaldi og samfélagskostnaði, svo sem skemmdir á farartækjum, einkum dekkjum, lakki og framrúðum, tafir, þungatakmarkanir og fleira.

Verðmætasta efni í malbiki og vegklæðingu er jarðbik (e. bitumen). Það er bindiefni sem límir saman steinefnablöndu og gefur malbiki eða bundnu slitlagi ákveðinn teygjanleika og styrk. Gæði malbiks og vegklæðingar má bæta verulega með íblöndun jarðbikskorns sem er bætt með fjölliðasamböndum (e. polymers). Efni þetta má finna í þakdúk sem mikið er notað á fjölbýlishúsum og öðrum stórum byggingum. Þakefnið hefur afbragðseiginleika og getur enst í um 40 ár, þrátt fyrir mikið álag vegna sólargeisla, vinda, hita og frosts. Þegar þakdúkur er kominn til ára sinna þarfnast hann endurnýjunar. Þó að þakefnið sé slitið má endurnýta verðmæta og bætta jarðbikið úr því í stað þess að farga því í brennslustöð. Nýsköpunarfyrirtækið Roof2Road í Hollandi hefur sérhæft sig í að endurvinna þakdúka og gera úr þeim hágæða og hreint jarðbik sem má nota sem íblöndunarefni í malbik. Fyrirtækið framleiðir sem sagt hringrásarmalbik með frábærum eiginleikum. Til þess að svo megi verða er gamli þakdúkurinn fjarlægður á vandlegan hátt svo að ekki verða eftir aðskotahlutir í honum og efnið síðan tætt niður í æskilega kornstærð eða duft, eftir notkunarmáta Jarðbikskorninu er síðan blandað við (endurunnið) m a l b i k í malbikunarstöð. Þegar um vegklæðingu er að ræða, má blanda bættu jarðbiksdufti við þynnt eða mýkt bindiefni og sprauta í jöfnu lagi á yfirborð vegar og steinefni síðan dreift yfir það. Klæðingin er síðan völtuð og þá þrýstist steinefnið niður í bindiefnið. Með þessari aðferð verður til mun sterkara malbik eða vegklæðing sem er ódýrari, endist lengur og þarf minna viðhald.

Jarðbikskorn og -duft þarf ekki að geyma í upphituðum tanki eins og venjulegt jarðbik, sem gerir bæði flutning þess, geymslu og vinnslu ódýrari og einfaldari.

Þar sem fjárframlög til vegagerðar eru takmörkuð er lykilatriði í byggingu og rekstri vegakerfisins að verja fjárframlögum til vegagerðar á eins hagkvæman hátt og kostur er. Notkun á hágæða jarðbiksefni úr endurunnu þakefni gæti vel verið hagkvæmur kostur. Því vandaðra sem slitlagið er, þeim mun minni verður kostnaður vegfarenda og samfélagsins. Notkun Roof2Road jarðbiks hefur reynst afar vel við vegagerð í Hollandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og vottorða. Jarðbikið þeirra er víða notað við vegagerð þar sem mikið reynir á, t.d. á flugbrautum. Þessi reynsla gefur vonandi tilefni til að kanna og prófa hagkvæmni þess við íslenskar aðstæður. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f