Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 4. nóvember 2015

Elstu og hæstu hengibjörk landsins bjargað frá falli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnar rúmlega aldargamall­ar hengibjarkar sem stendur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri voru festir saman með vír til að hrindra að tréð klofni. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld. Sprunga var komin í stofninn þar sem hann skiptist í tvennt og höfðu menn á­hyggjur af því að tréð gæti klofn­að og drepist. Björkin var lík­lega ræktuð þar upp af norsku fræi snemma á 20. öld.
Í Skandinavíu eru fullvaxta tré af þessari tegund gjarnan 15–25 metra há en tréð við Gömlu-Gróðrarstöðina er örugglega komið yfir 15 metra hæð. Aðstæður eru samt nokkuð erfiðar til að mæla hæð trésins nákvæmlega.
 
Á síðustu misserum hefur mynd­ast sprunga í stofninn neðan við skipt­inguna sem smám saman hefur gleikk­að og því höfðu menn áhyggjur af því að dagar trésins gætu senn verið tald­ir, yrði ekkert að gert. Annar eða báð­ir stofnarnir hefðu getað brotnað í stór­viðri, stofninn klofnað og tréð drepist.
 
Stendur vonandi lengi enn
 
Hallgrímur Indriðason, skipulags­fulltrúi Skógræktar ríkisins, gekk til verks til að bjarga trénu ásamt Brynjari Skúlasyni, skógfræðingi hjá Rannsókn­astöð skógræktar, Mógilsá. Fengnir voru myndarlegir 10 mm snittteinar og tilheyrandi lykkjur og festingar ásamt vír til að strengja milli stofna trésins. Borað var í báða stofnana, teinunum stungið í gegn og vírinn festur á milli. Loks var hert upp á teinunum og stofnarnir togaðir örlítið saman. Nú er vonandi að hengibjörkin falleg­a fái að standa lengi enn. Þetta er án efa bæði elsta og stærsta hengi­björk á Íslandi og stór tré af þessari tegund eru sjaldgæf hérlendis. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar ríkisins, skogur.is. 

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...