Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára
Fréttir 17. desember 2015

Elsti merkti alba­­trossinn 64 ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kvenkyns albatrossi, sem merktur var sem ungi fyrir 64 árum, hefur snúið aftur til varpstöðva sinna ásamt maka og verpt eggjum á eyju við miðbaug.

Talið var að fuglinn, sem ekki hefur sést á varpstöðvunum í nokkur ár, væri dauður og því mikið gleðiefni hjá vaktmönnum svæðisins þegar hann mætti aftur á svæðið fyrir nokkrum dögum, sprækari sem aldrei fyrr.
Varpstöðvarnar sem um ræðir eru stærstu varpstöðvar albatrossa í heimunum og á eyju í Kyrrahafi sem tilheyrir Havaí-eyjaklasanum.

Albatrossar verpa að jafnaði einu eggi á ári og er útungunartími eggjanna 130 dagar og eru afföll á ungum tíð. Talið er að fuglinn aldni hafi komið upp 36 ungum um ævina en hann var merktur árið 1956. Vænghaf fullvaxinna albatrossa getur náð tveimur metrum og fuglarnir svifið á loftuppstreymi um loftin blá án þess að blaka vængjum. Talið er að albatrossum hafi fækkað í heiminum um 70% frá því um miðja síðustu öld. 

Skylt efni: Fuglar | albatrossi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f