Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Mynd / Ontario-háskóli
Utan úr heimi 25. júní 2024

Elsta vatn í heimi er salt og biturt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Elsta vatn sem fundist hefur á jörðinni er 1,6 milljarða ára gamalt og fannst í gamalli námu í Kanada.

Djúpt í iðrum kanadískrar námu fannst árið 2013 vatn sem er það elsta sem fundist hefur á jörðinni fram til þessa, 1,6 milljarða ára gamalt.

Hinn ævaforni vökvi fannst milli steina í Kidd Creek- námunni í Ontario, Kanada. Hún er rúmlega 3 km djúp og talin einhver dýpsta málmnáma heims, þar sem menn hafa grafið sig æ lengra niður í jarðskorpuna í leit að kopar, sinki og silfri. Frá þessu greinir á vefnum zmescience. Hópur vísindamanna frá Toronto-háskóla, undir forystu jarðefnafræðingsins Barböru Sherwood Lollar, fór í rannsóknaleiðangur í námuna árið 2013 og komst þá á 2,4 kílómetra dýpi, að helli þar sem vatn seytlaði úr jarðlögum í berginu og vísindamennirnir runnu á það vegna stækrar súlfat-myglulyktar. Tekin voru sýni og send í efnagreiningu.

Héldu að mælarnir væru bilaðir

Að sögn zmescience tók langan tíma að fá niðurstöður á sýninu. Rannsóknastofan sem sá um verkefnið tilkynnti fyrst bilun í mælum sínum því niðurstöðurnar þóttu fráleitar. Síðar kom þó á daginn að þær væru réttar og þarna um að ræða rúmlega 500 milljónum ára eldra vatn en það elsta sem þá var þekkt. Vatnið reyndist vera tíu sinnum saltara en sjór, seigfljótandi, gulleitt og ríkt af súlfati. Greining leiddi í ljós lofttegundir fastar í vatninu, svo sem helíum, neon, argon og xenon, en samsætur þeirra ganga úr sér á þekktum og mælanlegum hraða. Jafnframt fundust örverur sem lifa á vetni og súlfati.

„Flest líf lifir á sólarljósi, en þessar örverur virðast lifa á hinni takmörkuðu orku sem þær fá í vatninu innilokuðu í þessum ævafornu jarðlögum,“ sagði Long Li, lektor við jarð- og loftvísindadeild háskólans í Alberta. Þarna hafi mátt sjá nokkurs konar fingraför lífsins.

Innsýn í fornan hafsbotn jarðar

Kidd Creek-náman er ofan á Forkambríum-Kanada-skildinum (Forkambríumtímabilið er frá myndun jarðar til sýnilegs lífs), sem var einu sinni á hafsbotni.

Vegna þess að úthafsskorpan er í stöðugri endurmótun vegna flekaskila er elsti núverandi hafsbotn aðeins nokkur hundruð milljóna ára gamall. Kanadíski hellirinn er ekki aðeins tímahylki fyrir milljarða ára gamalt vatn, heldur gefur hann jafnframt innsýn í fornan hafsbotn jarðar. „Við hugsum ekki lengur um líf á jörðinni sem þennan líffræðiflekk á yfirborðinu. Lífið gæti verið eitthvað sem gegnsýrir plánetuna okkar djúpt niður,“ sagði Sherwood Lollar.

Hún bragðaði á elsta vatni jarðarinnar og sagði það vera mjög salt og afar biturt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f