Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Fréttir 15. mars 2022

Eldvarnir alltaf mikilvægar

Undanfarin ár hefur sívaxandi áhersla verið lögð á eldvarnir í sveitum landsins. Hildur Birna Gunnarsdóttir var því mætt á Búnaðarþing að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eld­varna­miðstöðin byðu upp á í þeim efnum.

Hildur segir að þau hafi marg­víslegan eldvarnarbúnað upp á að bjóða, en oft sé fólk svolítið andvaralaust gagnvart hættunni á eldsvoðum.

„Því miður þarf oft svolítið mikið að gerast til að fólk kveiki á perunni. Margir eru þó vel meðvitaðir um að það þurfi að hafa eldvarnir í lagi. Þetta er þó þannig að fólk verður alltaf að vera vakandi fyrir þessu, passa upp á að tækin séu í lagi og endurnýja búnað. Það á sérstaklega við í sveitum þar sem langt er í næsta slökkvilið,“ sagði Hildur.
Hildur segir að öll slökkvitæki hafi eitthvað sér til ágætis, en þau séu þó yfirleitt sérhæfð til að glíma við mismunandi elda. Dufttæki dugi á flest, en duftið sé vissulega andstyggilegt að þrífa ef nota þurfi slík tæki í heimahúsum. Froðutæki og kolsýrutæki séu að því leyti betri, en hafa þurfi þar varann á ef um eld af völdum rafmagns sé að ræða. Hún nefnir líka að eldvarnarteppin séu stórlega vanmetin. Þau geti gengið til að kæfa elda af öllu tagi, ekki bara í pottum með steikingarfeiti. 

– Sjá nánar af sýnendum á Bú­greina­­þingi á bls. 26 og 27 í nýjasta Bændablaði

Skylt efni: eldvarnir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f