Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eldvarnarefni finnast í langreyðum
Líf og starf 27. október 2022

Eldvarnarefni finnast í langreyðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sýnatökum Hafrannsóknastofnunar sumarið 2018 voru tekin sýni úr átta þunguðum langreyðum og fóstrum.

Sýni voru tekin úr spiki fullorðnu dýranna en úr bakugga fóstra.

Langreyðarnar voru veiddar á fæðuslóð vestur af landinu. Í öllum sýnunum fundust uppsöfnuð eldvarnarefni.

Halógen eldvarnarefni og klór­parafínefni fundust í 87,5% kúnna og 100% fóstra, á meðan lífrænir fosfatsesterar fundust í öllum kúm og fóstrum. Yfirleitt voru styrkir þessara efna hærri í fóstrum en kúnum, sem er einkennandi fyrir þrávirk efni sem safnast fyrir í lífverum.

Eitruð efni sem valda skaða

Fram kemur á vef Hafrannsókna­stofnunar að eldvarnarefni eru hópur efna sem notuð eru til að minnka brennanleika efna í húsgögnum, raftækjum, byggingarefnum, bílum og textíl. Lengi vel voru slík efni aðallega svokölluð brómeruð eldvarnarefni, en rannsóknir leiddu í ljós að þau voru eitruð og söfnuðust fyrir í lífríkinu þar sem þau geta valdið skaða. Þau geta valdið hormónaójafnvægi, skjaldkirtils­ og lifrarskaða og því voru sum þeirra bönnuð.

Ný efni sem voru þróuð í staðinn, virðast einnig vera skaðleg, þó að áhrif þeirra séu minna þekkt.

Rannsókn á nýju eldvarnarefnunum

Nýlega var birt í ritinu Environmental Pollution grein sem ber fyrirsögnina Transplacental transfer of plasticizers and flame retardants in fin whales (Balaenoptera physalus) from the North Atlantic Ocean. Einn höfunda er Gísli Víkingsson heitinn, fyrrverandi sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar.

Rannsóknin tók til þriggja tegunda þessara nýju eldvarnarefna; halógen eldvarnarefni, lífrænir fosfatsestarar og klór­parafínefni. Skoðað var hvort efnin byggðust upp í langreyðum og hvort þessi efni bærust milli móður og fósturs.

Þessar niðurstöður sýna að eldvarnarefni sem notuð eru í dag berast á milli móður og fósturs í langreyðum, sem kallar á frekari rannsóknir á áhrifum þessara efna á líffræði sjávarspendýra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...