Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Marion Power Shovel eldflaugavagnarnir voru upphaflega smíðaðir 1965 vegna Apollo verkefnis NASA þegar ákveðið var að senda menn til tunglsins.
Marion Power Shovel eldflaugavagnarnir voru upphaflega smíðaðir 1965 vegna Apollo verkefnis NASA þegar ákveðið var að senda menn til tunglsins.
Á faglegum nótum 9. september 2019

Eldflaugavagnar sem eyða 29,6 tonnum á hundraðið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ef flytja þarf stóra hluti þá verða menn líka að hugsa stórt. Það voru hönnuðir NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, líka að gera þegar flytja þurfti Saturnus V risaeldflaugarnar á skotpall sem notaðar voru til að koma mönnum í Apolloverkefninu til tunglsins 1969 og síðar. 
 
Fyrir þetta verkefni var hannaður beltavagn sem smíðaður var af Marion Power Shovel Company árið 1965 með ýmsum íhlutum frá Rockwell International. Var þetta þá stærsta landfarartæki í heimi sem drifið var af eigin vélarafli og kostaði 14 milljónir dollara. Tveir slíkir beltavagnar voru smíðaðir og voru þeir skráðir í hóp sögulegra merkilegra fyrirbæra í janúar árið 2000. Stóru beltagröfurnar, eins og Bagger 293 og dragskóflan Big Muskie ásamt gröfunni Captain, voru vissulega stærri, en fengu utanaðkomandi orku í gegnum rafstreng. 
 
Hvor vagn vegur 2.721 tonn tilbúinn til aksturs. Hann er 40 metra langur og 35 metra breiður. Hæðin er stillanleg frá 6 upp í 8 metra. Upphafleg burðargeta var 5.500 tonn. 
 
Hámarkshraði með eldflaugafarm á palli er 1,6 km á klukkustund. 
 
Vélbúnaðurinn er tvær 2.750 hestafla V-16 dísilvélar sem snúa fjórum 1.000 kílówatta (1.341 hestafla) rafölum sem framleiða rafmagn fyrir rafknúin drif fjögurra beltasamstæða. Tveir 750 kílówatta (1.006 hestafla) rafalar voru svo drifnir af tveim 794 kW (1.065 hestafla) dísilvélum til að búa til afl fyrir vökvatjakka, stýrisvélar, ljós og kælibúnað. Tveir 150 kW rafalar eru svo á tækinu til viðbótar. 
Beltin eru engin smásmíði og er hvert belti með 57 „skóm“ sem hver um sig vegur 900 kg.
 
Með 1,6 km hámarkshraða og eyðslu upp á 29,6 tonn á hundraðið
 
Þetta eru svo sem engar spíttkerrur, en komast þó hægt fari. Ökulengdin sem þeir þurfa að fara með eldflaugarnar er frá 5,5 til 6,8 kílómetrar. Hámarkshraðinn sem þeir ná er 1,6 km á klukkustund. 
Olíutankurinn til að knýja vélarnar tekur 19.000 lítra af dísilolíu og er eyðslan 296 lítrar á hvern kílómetra, eða 29,6 tonn á hundraðið. 
 
Vagnarnir hafa flutt fjölmargar geimskutlur á skotpall. 
 
30 manna ökumannsteymi
 
Til að aka þessu fyrirbæri þarf 30 manna teymi verkfræðinga og tæknimanna, svo ekki dugar að fá ökuskírteini í kornflexspakka til að vera þar gjaldgengur undir stýri. Tvö stýrishús eru hvort á sínum enda pallsins og er notast við leysigeisla sem stýrt er eftir.  
 
Vagninn hefur síðan verið notaður við John F. Kennedy Space Center í Flórída í ótal verkefnum. Fyrst við flutninga á flaugum vegna Apollo verkefnisins og síðar vegna Skylab og Apollo-Soyuz verkefnisins í samstarfi við Rússa. Síðan var þetta flutningatæki notað til að flytja eldflaugar og geimskutlur NASA á skotsvæði á árunum 1981 til 2011.
 
Þessir flutningavagnar fengu yfirhalningu 2003 og aftur á miðju ári 2012. Í seina skiptið voru settar nýjar vélar í vagnana og sett í þá nýtt bremsukerfi, vökvakerfi, nýr tölvubúnaður og flutningsgeta aukin úr 5,5 í 8,2 milljónir kílóa. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...