Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
El Nino í kortunum
Fréttir 24. febrúar 2017

El Nino í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veðurfræðingar Alþjóða­veður­fræðistofnunarinnar (WNO) segja mögulegt að aðstæður fyrir veðurfyrirbærið El Nino myndist seinna á árinu.

Árin 2015 og 2016 olli einstaklega öflugur El Nino því að meðalhiti jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur víða um heim.

Fram til þessa hafa liðið að minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El Nino og lofthiti lækkað milli uppsveiflna.

El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju­háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni.

Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino-árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega.

Samkvæmt WNO eru líkur á myndun El Nino í lok árs um 40%.

Skylt efni: Veður | El Nino

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...