Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Fréttir 28. október 2025

Ekki talinn vöxtur í sýklalyfjaónæmi kjúklinga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, segir villandi að halda því fram að sýnataka í kjúklingum í fyrra, í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum, hafi sýnt vaxandi ónæmi.

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrr í október að framkvæmd sýnataka í kjúklingum í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum sýndi vaxandi ónæmi. Kom þetta fram í fregn Embættis landlæknis um sameiginlega ársskýrslu embættisins og Matvælastofnunar um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería hjá mönnum og dýrum fyrir árið 2024, sem kom út fyrir skömmu.

Vigdís segir að í skýrslunni hafi komið fram að fleiri salmonellustofnar úr kjúklingum reyndust ónæmir miðað við fyrri ár.

„Mjög varasamt er að tala um þróun (s.s. vaxandi sýklalyfjaónæmi) þegar svona fáir stofnar standa á bak við tölurnar. Ýmsar skýringar geta verið á því að það er aukið ónæmi, m.a. salmonellutýpan. Þessar niðurstöður þýða ekki að það sé aukning á ónæminu í heild sinni eða einhvers konar þróun,“ útskýrir hún.

„Það væri hins vegar réttara að skoða ónæmi E. coli bendibaktería ef maður vill skoða þróun, eins ESBL/AmpC/karbapenemasamyndandi E. coli. Þar liggja mun fleiri sýni bak við tölurnar og sýni tekin í slembiúrtaki. Sé það skoðað þá virðist þróunin vera öfugt við fullyrðinguna „vaxandi sýklalyfjaónæmi“ (sbr. töflu 21 á bls. 126 í skýrslunni). Eins er ónæmi í kjúklingarækt lægra en til dæmis í svína- eða sauðfjárrækt,“ segir Vigdís enn fremur.

Ársskýrslan var unnin í samstarfi við Landspítala, Lyfjastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Umhverfisstofnun.

Í grein Bændablaðsins voru m.a. helstu niðurstöður sýnatöku úr kjúklingum í fyrra raktar og þar stuðst við ársskýrsluna.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...