Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2020

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum

Höfundur: smh

Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í slíkum tilfellum, þar sem íslenski geitastofninn sé mjög viðkvæmur og í útrýmingarhættu. 

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að geitur geti í öllu falli borið smitefni og því hafi ekki verið annar kostur í stöðunni.

Anna María sagði í umfjöllun í síðasta Bændablaði að hingað til hefðu gilt sömu reglur um niðurskurð varðandi geitfé og sauðfé, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað að riðan smitaðist á milli. Það þyrfti að skoða alvarlega reglur um niðurskurð. Íslenskar geitur væru öðruvísi en sauðfé, meðal annars hvað varðar genasamsetningu. 

Rannsóknir skortir

„Þekkt er að geitur geta fengið riðu þó svo ekki hafi greinst riða í geitum hér á landi enn þá. Ekki er hægt að taka undir fullyrðingar þess efnis að íslenskar geitur séu svo sérstakar að þær fái ekki riðu, því rannsóknir skortir. Í öllu falli geta geitur borið riðusmitefni og geitur þær sem skornar voru á Grænumýri nýlega voru í miklum samgangi við sauðféð á bænum og því ekki stætt á öðru en að farga þeim, því miður,“ segir Sigurborg.

 Hún bætir við að ráðherra hafi boðað að núverandi fyrirkomulag forvarna og aðgerða gegn riðu verði tekið til endurskoðunar á komandi misserum og þá muni þetta mál örugglega koma inn í þá vinnu.“  

Skylt efni: geitur | riða | Riðuveiki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f