Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2025

Ekki náð að standa í skilum við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðustu 12 mánuði hefur ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að sala á þessu tímabili hafi minnkað um rúmar 400 milljónir miðað við sama tímabil árið áður. „Þessi mikli samdráttur veldur því að við eigum í vanda með að standa í skilum við okkar lánardrottna, þar með talið bændur.“

Engin lausn varðandi greiðslur til bænda

„Staðan er áfram snúin og flókin. Áfram verður gripið til margvíslegra ráðstafana í hagræðingarskyni. Það er því miður þannig að ekki hefur enn fundist lausn á því hvernig við getum staðið við greiðslur til bænda,“ útskýrir Sigurður.

„Samdráttur hefur að mestu verið í sölu á handprjónabandi erlendis, aðallega til Þýskalands og Bandaríkjanna. Brugðist hefur verið við þessum rekstrarvanda með samdráttaraðgerðum í rekstri Ístex. Þrátt fyrir það er fyrirtækið í vanda með að standa í skilum við lánardrottna, þar með talið bændur,“ segir hann enn fremur.

Markaðsaðstæður í september oft verið betri

Fyrst fór sala á handprjónabandi að minnka í Þýskalandi og síðar í Bandaríkjunum. „Nú er að hefjast nýtt sölutímabil, en markaðsaðstæður fyrir sölu á ullarbandi hafa oft verið betri, bæði fyrir okkur og okkar samkeppnisaðila. Dreifing í Þýskalandi hefur verið styrkt, en að sama skapi þá hefur áhyggjuhljóð frá viðskiptavinum á Norðurlöndum aukist frá því í vor.

Allra leiða er leitað til að auka sölu og finna lausnir fyrir bæði lánardrottna og viðskiptavini,“ segir Sigurður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f