Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2020

Ekki hægt að falla frá úthlutun tollkvótanna

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökum Íslands (BÍ) hefur borist neikvætt svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna erindis þar sem farið er fram á tímabundið frávik frá úthlutun tollkvóta sem kveðið er á í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir.

Samtökin fóru fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum i maí fyrir tímabilið júlí til desember 2020 á þeim forsendum að gjörbreytt staða væri uppi á Íslandi vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum. Mikil fækkun ferðamanna hefði áhrif á neyslu matvæla hér á landi en stækkun tollkvótanna með samningi árið 2015 hefði ekki síst verið réttlætt með vaxandi fjölda ferðamanna sem innlend framleiðsla gæti ekki annað. Kvótarnir sem um ræðir og verða boðnir út eru 1426 tonn af kjöti og 245 tonn af osti. Þeir gilda fyrir seinni hluta ársins 2020.

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé heimilt að falla frá úthlutun á tollkvótum í maí fyrir tímabili júlí til desember 2020. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ákveðið að ráðast í úttekt á samningnum og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um endurskoðun tollasamningsins.

BÍ telja að forsendurnar séu að engu orðnar núna fyrir úthlutuninni: „BÍ bentu ráðherra á að úthlutun tollkvóta með óbreyttum hætti, þegar eftirspurn er verulega minni en áður, myndi grafa undan innlendri framleiðslu og mögulega veikja stoðir hennar verulega. Íslenskt atvinnulíf þyrfti ekki á því að halda í þeirri djúpu efnahagslægð sem landið er nú í,“ segir í tilkynningu á vef samtakanna.

Óþarfi að flytja inn erlendar búvörur

Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ að forsendur fyrir tollasamningnum séu brostnar og þess vegna hafi samtökin farið fram á aðgerðir ríkisvaldsins.

„Að okkar mati er landslagið gjörbreytt eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Ferðamenn munu ekki halda uppi aukinni neyslu á landbúnaðarvörum og nú er mikilvægt að styðja innlenda matvælaframleiðslu. Það er einfaldlega óþarfi að flytja inn erlendar búvörur við þessar aðstæður þegar innlendir framleiðendur geta annað markaðnum. Við höfum líka bent á að verð á aðföngum hefur hækkað umtalsvert, m.a. vegna gengisbreytinga. Það þarf á tímum sem þessum að standa vörð um íslenska framleiðslu og því telja Bændasamtökin óhjákvæmilegt að bregðast skjótt við. Við erum óánægð með að ríkisvaldið leggi ekki í þá vegferð að hætta við tollaútboð en fögnum þeirri viðleitni sem kemur fram í svarbréfi ráðherra að gera eigi úttekt á þeim hagsmunum sem felast í tollasamningnum. Í okkar huga er hann innlendri framleiðslu í óhag,“ er haft eftir Gunnari. Hann bætir við að hann vonist til að samningurinn um viðskipti með landbúnaðarvörur tekinn til endurskoðunar sem allra fyrst. 

Bréf BÍ til sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra - 30. apríl

Svarbréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - 19. maí

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...